Samfélagsbankar: Upptaka frá viðburði Öldu og Vörðu

Þann 12. febrúar síðastliðinn stóðu Alda, Varða ásamt ASÍ og BSRB fyrir sameiginlegum viðburði um samfélagsbanka. Upptöku af þessum viðburði má finna hér að neðan. Á viðburðinum héldu tveir fyrirlesarar erindi: Lydia Prieg, aðalhagfræðingur bresku hugveitunnar New Economics Foundation, fjallaði um hlutverk samfélagsbanka og veitti greinargóða innsýn í starfsemi slíkra banka í öðrum löndum. Ásgeir…

Lesa meira

Umsögn Öldu um drög að frumvarpi að breytingum að stjórnarskránni

Alda sendi í dag til Forsætisráðuneytisins umsögn um lagafrumvarp að breytingum að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, mál nr. 124/2020 í samráðsgátt stjórnvalda. Félagið gerir ýmsar athugasemdir við frumvarpið, leggur til fjölda breytinga, leggur til ýmiss konar viðbætur við stjórnarskrána og leggur áherslu á að stjórnarskrá landsins skuli unnin af almenningi í víðtæku ferli. Frumvarpið má finna…

Lesa meira

Umsögn Öldu um þingsályktunartillögu um aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðunum

Alda sendi í dag til Alþingis umsögn um þingsályktunartillögu um lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðunum. Alda tekur undir að auka þurfi lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðunum og bendir á að fulltrúar fjármagns- og fyrirtækjaeigenda eigi ekki að eiga sæti í stjórnum lífeyrissjóða. Þingsályktunartillöguna má finna hér og umsögnina má finna hér.

Lesa meira

Fréttatilkynning: Framtíð bankakerfisins verði ákveðin í samráði við almenning

Mikill stuðningur er við að almenningur fái að taka þátt í að ákveða framtíðarskipan bankakerfisins á lýðræðislegan hátt, t.d. með slembivöldu borgaraþingi, áður en ákvörðun um einkavæðingu bankanna verður tekin. Þetta kemur fram í könnun sem MMR vann fyrir Öldu, félag um sjálfbærni og lýðræði. Í könnuninni kemur einnig fram mikill stuðningur við stofnun samfélagsbanka…

Lesa meira