Alda sendi í dag til Alþingis umsögn um þingsályktunartillögu um fullgildingu sáttmála um bann við kjarnorkuvopnum. Umsögnina má finna hér og þingsályktunartillöguna hér. Alda lýsir yfir stuðningi við tillöguna.
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um lagatillögu sem myndi breyta því hvernig ráðuneytisstjórar og sendiherrar eru skipaðir, en með lagabreytingunni myndi verða meira gagnsæi um hvernig skipað yrði í slíkar stöður. Alda styður málið og eru í umsögninnni færð rök fyrir afstöðu félagsins. Umsögnina má finna hér. Lagabreytingatillöguna má finna hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um lagabreytingu sem opnar á aðgengi að upplýsingum um starfsemi Alþingis. Ýmsar athugasemdir eru gerðar við frumvarpið, en það þó talið skref í rétta átt. Umsögnina má finna hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um breytingu á sveitastjórnarlögum. Alda gerir athugasemdir við frumvarpið. Umsögnina má finna í heild sinni hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um þingsályktunartillögu um grænan samfélagssáttmála. Alda telur málið jákvætt, en leggur til nokkrar breytingar. Umsögnina má finna í heild sinni hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um ráðherraábyrgð. Umsögn Öldu er jákvæð, enda er markmiðið að auka ábyrgð ráðherra gagnvart lögum. Umsögnin er svohljóðandi: Alda leggur til að frumvarp þetta verði samþykkt sem allra fyrst, enda eiga ráðherrar ávallt að greina satt og rétt frá, ekki síst þegar Alþingi krefur þá um…
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um fjölgun frídaga. Umsögn Öldu var jákvæð, enda er markmiðið að veita vinnandi fólki aukið tækifæri til að njóta frístunda. Umsögn Öldu er svohljóðandi: Alda tekur undir meginmarkmið þessa frumvarps, um að fjölga frídögum vinnandi fólks, enda er fjöldi vinnustunda á Íslandi mikill og vinnuálag mikið.…
Lesa meiraAðalfundur Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, samþykkti ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að hefja ekki sölu á hlut ríkisins í Landsbanka og Íslandsbanka fyrr en að loknu vönduðu lýðræðislegu ferli þar sem almenningi verði gefið tækifæri til að ákveða framtíðarskipan bankakerfisins. Mælir félagið með að stjórnvöld hefji samráðsferli slembivalins borgaraþings, skoðanakannana og…
Lesa meiraÍ janúar 2019 var haldið málþing á vegum Öldu um skemmri vinnuviku, kosti hennar og fýsileika á Íslandi. Málþingið var haldið í ráðstefnumiðstöðinni Hörpu í Reykjavík, og var vel sótt af almenningi. Tilgangur málþingsins var að dýpka og efla umræðu um skemmri vinnuviku. Alda stóð að málþinginu og skipulagði það, og var málþingið styrkt af…
Lesa meiraNýverið var tilkynnt um stofnun Framtíðarnefndar á vegum Alþingis. Nefndin á að fjalla um helstu tækifæri og ógnanir sem geta orðið í kjölfar þróunar nýrrar tækni sem og vegna hlýnunar jarðar, en einnig hvernig megi bregðast við þessum ógnum og tækifærum. Alda sendi nefndinni erindi þar sem lögð er áhersla á að efla lýðræðið, nýta…
Lesa meira