Alda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir. Umsögn Öldu er jákvæð, enda bendir margt til þess að stytting vinnuvikunnar geti gagnast vinnandi fólki og fjölskyldum þeirra til að ná betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs, auk þess sem stytting vinnuvikunnar geti haft jákvæð áhrif á menntun barna,…
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn um frumvarp um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis. Markmiðið með frumvarpinu er að gera þeim ríkisborgum Íslands sem búa langdvölum erlendis að kjósa til Alþingis — verði frumvarpið að lögum muni þeir eingöngu þurfa að skrá sig á kjörskrá einu sinni, til að geta kosið, en þurfi ekki…
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um breytingu á lögum um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblaðið. Markmið frumvarpsins er að gera útgáfu ríkisins á þessum ritum aðgengilegri almenningi, enda er um að ræða rit þar sem ríkið og fyrirtæki tilkynna um athafnir sínar. Umsögn Öldu má finna hér að neðan, og upprunalegt skjal sem…
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um lagafrumvarp, sem miðar að því að lækka aldur þeirra sem hafa kosningarétt til sveitastjórna í 16 ár. Alda lýsir sig samþykka frumvarpinu, enda er markmiðið að gefa fleirum möguleika á að taka þátt í lýðræðinu, og þannig hafa áhrif á samfélagið sitt. Umsögn Öldu má finna hér…
Lesa meiraAlda sendi í dag til Alþingis umsögn um lagafrumvarp, sem, ef samþykkt, gerir það að verkum að sýslumenn geti lengur ekki sett lögbann á fréttaflutning fjölmiðla, heldur verði allar beiðnir um slík lögbönn að fara fyrir dómstóla. Í dag er það þannig að sýslumenn geta sett lögbann á fjölmiðla, án aðkomu dómstóla. Frumvarpið er lagt…
Lesa meiraStjórn Öldu – Félags um sjálfbærni og lýðræði fordæmir lögbann Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media um málefni Bjarna Benediktssonar og þrotabús Glitnis. Þær upplýsingar sem hér er um ræðir eiga fullt erindi við almenning, enda fjalla þær um viðskipti stjórnmálamanna í æðstu valdastöðum landsins. Á Íslandi hefur viðskiptum og stjórnmálum oft…
Lesa meiraÖldu barst nýlega beiðni frá Alþingi um að veita umsögn um frumvarp um Þjóðhagsstofnun. Markmið frumvarpsins er að stofnun sé sett á laggirnar sem fylgist með gangi hagkerfis landsins, vinni að hagrannsóknum og veiti almenna ráðgjöf á þessum sviðum til Alþingis og ráðuneyta. Frumvarpið má finna hér. *** Umsögn Öldu: Alda telur afar mikilvægt að…
Lesa meiraSjálfbærni og umhverfismál Alda hefur unnið stefnu fyrir stjórnmálaflokka hvað varðar sjálfbærni og umhverfismál. Sem stendur framleiðum og neytum við jarðarbúar meira en jörðin getur staðið undir. Líkur standa til þess að um miðja öldina þurfi um þrjár jarðir til þess að standa undir neyslusamfélaginu. Þá stendur vistkerfum og dýrategendum veruleg ógn af þeim loftslagsbreytingum…
Lesa meiraÍ Október 2008 fóru þrír stærstu bankar landsins í greiðsluþrot og voru teknir yfir af ríkinu tímabundið. Næstu mánuði á eftir fóru fleiri bankastofnanir sömu leið. Í kjölfarið fór fram rannsókn á bankakerfinu og ýmsum stofnunum. Einnig hófst mikil umræða um hlutverk banka, um lýðræði, ójöfnuð og hlutverk ríkisins. Nú, rúmum fjórum árum síðar, hefur…
Lesa meiraÁlyktun samþykkt af Öldu 24/02/2013 Alda kallar eftir endurbótum á málefnum flóttafólks og hælisleitenda Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, hefur eftir mikla heimildavinnu, samráð og samræðu um málefni flóttafólks og hælisleitenda ályktað að þörf sé á tafarlausum endurbótum á regluverki og vinnuferlum sem að þeim lúta. Samkvæmt 14. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna eiga…
Lesa meira