Tillögur um bráðaaðgerðir í efnahagsmálum

Í Október 2008 fóru þrír stærstu bankar landsins í greiðsluþrot og voru teknir yfir af ríkinu tímabundið. Næstu mánuði á eftir fóru fleiri bankastofnanir sömu leið. Í kjölfarið fór fram rannsókn á bankakerfinu og ýmsum stofnunum. Einnig hófst mikil umræða um hlutverk banka, um lýðræði, ójöfnuð og hlutverk ríkisins. Nú, rúmum fjórum árum síðar, hefur…

Lesa meira

Ályktun um flóttafólk og hælisleitendur / Statement on refugees and people seeking asylum

Ályktun samþykkt af Öldu 24/02/2013 Alda kallar eftir endurbótum á málefnum flóttafólks og hælisleitenda Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, hefur eftir mikla heimildavinnu, samráð og samræðu um málefni flóttafólks og hælisleitenda ályktað að þörf sé á tafarlausum endurbótum á regluverki og vinnuferlum sem að þeim lúta. Samkvæmt 14. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna eiga…

Lesa meira

Umsögn um stjórnskipunarlög

Alda sendi inn neðangreinda umsögn við frumvarp til stjórnskipunarlaga, 415. máls. Alda ítrekar fyrri umsagnir og meðfylgjandi ályktanir félagsins vegna stjórnarskrármálsins. Tillögur til stjórnlagaráðs Lýðræðisfélagið hefur sent inn eftirfarandi tillögur til stjórnlagaráðs. Hverri tillögu fylgir greinargerð og fordæmi ef finnst. Tillögurnar eru tólf talsins og snúa að ákvæðum um forseta, kosningakerfi, dómendur, borgaraþing, fyrirtæki, stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur,…

Lesa meira

Ályktun: Um styttingu vinnudags og ársþing ASÍ

Ársþing Alþýðusambands Íslands var haldið á dögunum. Á þinginu voru samþykktar ýmsar ályktanir, m.a. um atvinnumál og verðtryggingu. Engin ályktun fjallar hins vegar um vinnutíma og er hvergi minnst á vinnutíma í ályktunum þingsins. Alda harmar að ekkert aðildarfélag ASÍ og ekki heldur miðstjórn þess hafi séð ástæðu til að leggja fram ályktun um styttingu…

Lesa meira

Ályktun: Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá

Almenningi gefst færi á að kjósa um tillögur Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá þann 20. október næstkomandi. Alda hvetur alla til þess að kynna sér tillögurnar ítarlega og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Endurskoðunarferill stjórnarskráinnar hefur vakið athygli lýðræðissinna um allan heim. Sjaldan hafa slíkar ákvarðanir verið færðar að stórum hluta í hendur almennings með eins beinum…

Lesa meira