Í Október 2008 fóru þrír stærstu bankar landsins í greiðsluþrot og voru teknir yfir af ríkinu tímabundið. Næstu mánuði á eftir fóru fleiri bankastofnanir sömu leið. Í kjölfarið fór fram rannsókn á bankakerfinu og ýmsum stofnunum. Einnig hófst mikil umræða um hlutverk banka, um lýðræði, ójöfnuð og hlutverk ríkisins. Nú, rúmum fjórum árum síðar, hefur…
Lesa meiraÁlyktun samþykkt af Öldu 24/02/2013 Alda kallar eftir endurbótum á málefnum flóttafólks og hælisleitenda Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, hefur eftir mikla heimildavinnu, samráð og samræðu um málefni flóttafólks og hælisleitenda ályktað að þörf sé á tafarlausum endurbótum á regluverki og vinnuferlum sem að þeim lúta. Samkvæmt 14. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna eiga…
Lesa meiraÁ dögunum var haldin kjararáðstefna hjá Starfsgreinasambandinu, en sambandið nær yfir 19 stéttarfélög. Alda sendi inn á þennan fund skjal þar sem helstu röksemdir Öldu fyrir styttingu vinnudags eru tekin saman. Skjalið má finna hér.
Lesa meiraAllir sem hafa haldið utan um rekstur, t.d. heimilis, félags eða fyrirtækis, vita að ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum fer reksturinn á endanum í þrot. Þetta er ótrúlega einfalt. Ömmuhagfræði. Þú þarft að afla a.m.k. jafn margra króna og þú lætur frá þér. Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir og…
Lesa meiraAlda sendi inn neðangreinda umsögn við frumvarp til stjórnskipunarlaga, 415. máls. Alda ítrekar fyrri umsagnir og meðfylgjandi ályktanir félagsins vegna stjórnarskrármálsins. Tillögur til stjórnlagaráðs Lýðræðisfélagið hefur sent inn eftirfarandi tillögur til stjórnlagaráðs. Hverri tillögu fylgir greinargerð og fordæmi ef finnst. Tillögurnar eru tólf talsins og snúa að ákvæðum um forseta, kosningakerfi, dómendur, borgaraþing, fyrirtæki, stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur,…
Lesa meiraAlda sendi í gær umsögn til Alþingis um frumvarp sem liggur nú fyrir þinginu, en ef frumvarpið yrði að lögum myndu frídagar sem falla á helgar ekki lengur verða ónýttir heldur fengist frí næsta dag. Frumvarpið tekur líka á öðrum atriðum varðandi frídaga. Umsögnina má nálgast hér og frumvarpið sjálft hér.
Lesa meiraAlda sendi eftirfarandi umsögn til Alþingis um frumvarp að nýjum lögum um RÚV. Í umsögninni leggur Alda til að skref verði tekin til að starfsmenn RÚV verði valdhafar innan stofnunarinnar. Slík lýðræðisvæðing er líkleg til að skila sér í betri stjórnun, draga úr áhrifum stjórnmálamanna og annarra áhrifahópa á dagskrá og umfjöllun RÚV. Þá er…
Lesa meiraAlda hefur veitt Alþingi umsögn um frumvarp að nýjum upplýsingalögum. Umsögnin, sem var send til Alþingis 6. nóvember 2012, fylgir hér að neðan. *** Umsögn um 215. mál 141. löggjafarþings frá Öldu – félagi um sjálfbærni og lýðræði. Alda telur að gera þurfi nokkrar breytingar á fyrirliggjandi frumvarpi. Ljóst er að almenningur er valdhafinn í…
Lesa meiraÁrsþing Alþýðusambands Íslands var haldið á dögunum. Á þinginu voru samþykktar ýmsar ályktanir, m.a. um atvinnumál og verðtryggingu. Engin ályktun fjallar hins vegar um vinnutíma og er hvergi minnst á vinnutíma í ályktunum þingsins. Alda harmar að ekkert aðildarfélag ASÍ og ekki heldur miðstjórn þess hafi séð ástæðu til að leggja fram ályktun um styttingu…
Lesa meiraAlmenningi gefst færi á að kjósa um tillögur Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá þann 20. október næstkomandi. Alda hvetur alla til þess að kynna sér tillögurnar ítarlega og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Endurskoðunarferill stjórnarskráinnar hefur vakið athygli lýðræðissinna um allan heim. Sjaldan hafa slíkar ákvarðanir verið færðar að stórum hluta í hendur almennings með eins beinum…
Lesa meira