Stjórnarfundur Öldu verður að venju haldinn fyrsta þriðjudag mánaðarins, 5. júní kl. 20:30. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4 og er öllum opinn og allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Board meeting for Alda association for sustainability and democracy will be held on 5. June at 20:30 in the Grassroots Centre at Brautarholt…
Lesa meiraNú vill svo skemmtilega til að fyrsti þriðjudagur maímánaðar er 1. maí en eins og allir vita heldur Alda alltaf stjórnarfundi fyrsta þriðjudag í mánuði hverjum. Við blásum því í baráttulúðra, höldum stjórnarfund eldsnemma og hitum upp fyrir kröfugöngu verkalýðsins. Fundur verður settur klukkan 11.00 með kaffi og meððí og nokkrum bröndurum. Það er mikið…
Lesa meiraBoðað er til fundar í málefnahóp um lýðræðislegt hagkerfi 13. Mars kl 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Rætt verður um fund fulltrúa Öldu með þingmönnum Hreyfingarinnar og farið verður yfir stöðu mála hvað varðar gerð nýrra laga um lýðræðisleg fyrirtæki. Eins og með alla aðra fundi hjá Öldu er fundurinn opinn og allir eru hvattir…
Lesa meiraStjórnarfundur verður þriðjudaginn 6. mars kl. 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Allir velkomnir – eitt atkvæði á mann. Dagskrá Ályktun um styttingu vinnutíma Lýðræðisleg fyrirtæki Lýðræðislegir stjórnmálaflokkar Kynning á starfi hópa og forgangsröðun verkefna Lýðræðislegt hagkerfi Lýðræðisvæðum stjórnmálin Stytting vinnutíma Lýðræðisvæðing menntakerfisins Sjálfbærni Vefur Öldu á íslensku og ensku Þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO Umsögn um frumvarp…
Lesa meiraBoðað er til fundar í málefnahópi um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20.00 í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4. Nýlega lauk hópurinn við tillögur að lýðræðislegum stjórnmálaflokki sem hafa verið í kynningu og munu verða kynnt nánar á næstu vikum. Fjölmörg önnur verkefni liggja fyrir hjá hópnum sem verða rædd á fundinum. Allir fundir hjá…
Lesa meiraGleðilegt ár allir saman! Það er ekki eftir neinu að bíða og stjórnarfundur verður haldinn þennan fyrsta þriðjudag á nýju ári. Fundurinn hefst klukkan 20.30 (Brautarholti 4). Á dagskrá fundar eru umræður um eftirfarandi: Nýjar námsskrár Þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO Ályktun um aðgerðir lögreglu gegn Occupy Fjárhagsreglur Öldu (drög í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi) Ný sveitastjórnarlög…
Lesa meiraBoðað er til stjórnarfundar eins og venja er fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4, 105 Reykjavík. Allir velkomnir. Dagskrá Drög að skipulagi lýðræðislegs stjórnmálaflokks Verklagsreglur um styrki og fjármál Hópastarf Starfsemi félagsins í nóvember Stjórnarskrármál Rétturinn til mótmæla Önnur mál
Lesa meiraÁ mánudagskvöldið þann 5. desember verður fundur í málefnahóp um lýðræðisvæðingu á sviði stjórnmála. Undanfarið hefur Alda unnið grunninn að því hvernig lýðræðislegur stjórnmálaflokkur gæti litið út. Áfram verður haldið með þá vinnu. Hér má kynna sér þau drög sem rædd verða á fundinum. Fundurinn hefst kl. 20.30 í Grasrótarmiðstöðinni og eru allir velkomnir. Dagskrá:…
Lesa meiraNæstkomandi þriðjudagskvöld verður haldinn fundur í málefnahóp um lýðræðislegt hagkerfi. Hann er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4, kl. 20.30 eins og venja er og dagskrá fundar snýst um að forgangsraða verkefnum vetrarins. Það er ótal margt sem þarf að laga í núverandi hagkerfi, svo margt sem má lýðræðisvæða eða hið minnsta gera breytingar á…
Lesa meiraBoðað er til fundar miðvikudagskvöldið 2. nóvember kl. 20.30 í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4. 1. Sjálfbærniþorp – næstu skref (upplýsingar um hugmyndina má finna hér (http://samfelagvesturs.weebly.com/samtenging-foacutelks-og-verkefna.html). Guðni Karl Harðarson leiðir verkefnið innan hópsins.) 2. Græna hagkerfið (skýrsluna má nálgast á vef Alþingis). Skýrslan er til skoðunar og Alda mun vilja þrýsta á róttækari umbætur. 3.…
Lesa meira