Áhugaverðir tímar

Vonleysi og átök einkenna þessi áramót. Hart er barist á sviði stjórnmálanna þar sem ríkisstjórnin stendur höllum fæti og deilur loga innan flokka sem og milli þeirra. Trú almennings á flokkafulltrúalýðræðinu er enn lítil sem engin en traust á Alþingi hefur mælst í kringum 10% í lengri tíma. Stór hluti almennings hefur ekki áhuga á…

Lesa meira

Stjórnmálaflokkur fyrir alvöru lýðræði

Traust á Alþingi mælist í kringum 9% og stór hluti kjósenda gefur til kynna í skoðanakönnunum að hann muni ekki ljá rótgrónum stjórnmálaflokkum atkvæði sitt í næstu kosningum. Út um allan heim standa yfir mótmæli hvar krafist er alvöru lýðræðis. Undanfarið hefur Alda unnið að því að teikna upp skipulag stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis.…

Lesa meira

Opinn fundur um frumvarp stjórnlagaráðs

Næstkomandi miðvikudagskvöld, 7. desember, munu Hreyfingin og Borgarahreyfingin í samvinnu við Öldu og Stjórnarskrárfélagið, halda opinn fund um frumvarp stjórnlagaráðs. Fundurinn verður í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4 og hefst klukkan 20.00 og stendur til 22.00. Dagskráin er svohljóðandi: 1. Friðrik Þór Guðmundsson, samvinna Borgarahreyfingarinnar og Stjórnarskrárfélagsins 2. Illugi Jökulsson og Þorvaldur Gylfason, frumvarp stjórnlagaráðs og…

Lesa meira

Drög: Lýðræðislegur stjórnmálaflokkur

Alda hefur að undanförnu unnið að því að teikna upp skipulag stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis. Á morgun, mánudaginn 5. desember verður fundur í málefnahópi um lýðræði á sviði stjórnmálanna þar sem drögin verða tekin til umræðu og afgreiðslu. Að neðan gefur að líta drögin sem rædd verða á fundinum. Drög að skipulagi lýðræðislegs stjórnmálaflokks (PDF).…

Lesa meira

Fundargerð – Stjórnmálin 14. nóvember

Lýðræðisvæðum stjórnmálin, fundur í Brautarholti. Mætt voru: Haraldur, Einar Ólafsson, Hulda Björg, Helga Kjartansdóttir, Björn Þorsteinsson, Valur Antonsson, Guðmundur D. Haraldsson, Hjalti Hrafn sem stýrði fundi, Júlíus Valdimarsson og Kristinn Már sem ritaði fundargerð. 1. Lýðræðislegur stjórnmálaflokkur Alda ætlar að teikna upp lýðræðislegan stjórnmálaflokk. Getum lært mikið af því hvernig Alda er byggð upp. Mikilvægt…

Lesa meira

Aukið lýðræði hjá Öldu

Á aðalfundi félagsins þann 15. október s.l. voru samþykktar ýmsar breytingar á lögum Öldu sem miða að því að opna starf félagsins og auka lýðræði. Meðal helstu breytinga má nefna að nú hafa allir félagsmenn atkvæðisrétt á stjórnarfundum. Frá stofnun félagsins hafa allir stjórnarfundir verið opnir og hver sem er haft rétt til að taka…

Lesa meira

Taktu þátt

Þig vill félag sem ætlar að fólkið hafi völdin. Þið. Þú. Við (meirihlutinn af okkur samkvæmt kúnstarinnar reglum). Félagið er ekki og ætlar ekki að verða stjórnmálaflokkur. Þess vegna er það (m.a.) kjörið fyrir félagafælna. Þetta er hópefli um mikilvægi þess að vera sérsinna. Alda, félag um lýðræði og sjálfbærni, er til og vill gera raunhæfar…

Lesa meira

Lýðræði í verki – á öllum sviðum

Grein sem Björn Þorsteinsson skrifaði í tilefni af stofnun Öldu. – Greinin birtist í Fréttablaðinu þann 19. nóvember 2010. – Ein þeirra grundvallarskoðana sem Íslendingar hafa gengið út frá er að þeir búi við þjóðskipulag sem megi með réttu kenna við lýðræði. Sama gildir um önnur Vesturlönd. En á síðustu árum, og af ærnu tilefni,…

Lesa meira