Fundargerð – stjórnarfundur 1. nóv. 2011

Stjórnarfundur í Öldu þriðjudaginn 1. nóvember 2011 kl. 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni. Mætt voru Júlíus Valdimarsson, Sigrún Birgisdóttir, Guðni Karl Harðarson, Dóra Ísleifsdóttir, Kristinn Már Ársælsson, Björn Þorsteinsson, Guðmundur D. Haraldsson, Helga Kjartansdóttir, Valgerður Pálmadóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Magnús Bjarnarson, Þórarinn Einarsson. Júlíus stýrði fundi og Björn ritaði fundargerð. 1. Kynning á nýrri stjórn og lagabreytingum…

Lesa meira

Kynningarfundur í Grasrótarmiðstöð

Í gærkvöldi var haldinn opinn kynningarfundur í Grasrótarmiðstöðinni þar sem Alda hefur aðsetur. Mæting var góð og almenn ánægja var með fundinn. Í fréttatilkynningu sem stjórn Grasrótarmiðstöðvarinnar sendi frá sér í morgun segir: „Opinn kynningarfundur var haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, í gærkvöldi. Megintilgangur fundarins var að bjóða einstaklingum og hópum að kynnast aðstöðunni og…

Lesa meira

Málstofa um nýja stjórnarskrá 11. nóvember

Á morgun, föstudaginn 11. nóvember, verður málstofa í Hriflu í Háskólanum á Bifröst. Frummælendur eru þau Bryndís Hlöðversdóttir rektor og Jón Ólafsson aðstoðarrektor í pallborði sitja auk þeirra Katrín Fjeldsted, sem sat í Stjórnlagaráði, og Kristinn Már Ársælsson, stjórnarmaður í Öldu. Yfirskrift málstofunnar er „Stendur ný stjórnarskrá vörð um lýðræðið“. Málstofan hefst klukkan 12.00 á…

Lesa meira

Fundarboð – Lýðræðisvæðum stjórnmálin 14. nóv.

Blásið er til fundar í málefnahópi er stefnir að lýðræðisvæðingu stjórnmálanna og veitir ekki af. Haldnir eru landsfundir stjórnmálaflokka um þessar mundir hvaðan fáar tillögur til alvöru lýðræðis- og sjálfbærniumbóta berast. Almenningur tjaldar á götum úti til þess að ræða saman á jafnræðisgrundvelli um samfélagsmál. Enda tækifærin til þátttöku lítil í lýðræðisríkjum og þátttaka í…

Lesa meira

Fundarboð – Sjálfbært hagkerfi 2. nóv.

Boðað er til fundar miðvikudagskvöldið 2. nóvember kl. 20.30 í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4. 1. Sjálfbærniþorp – næstu skref (upplýsingar um hugmyndina má finna hér (http://samfelagvesturs.weebly.com/samtenging-foacutelks-og-verkefna.html). Guðni Karl Harðarson leiðir verkefnið innan hópsins.) 2. Græna hagkerfið  (skýrsluna má nálgast á vef Alþingis). Skýrslan er til skoðunar og Alda mun vilja þrýsta á róttækari umbætur. 3.…

Lesa meira