ALDA tekur þátt í borgarafundi 11. feb.

Öldu hefur verið boðið að taka þátt í borgarafundi þar sem stjórnmálasamtökin Dögun boða til. Fundurinn verður haldinn í Iðnó mánudaginn 11. febrúar kl. 20.00 Ásamt Öldu verða Hagsmunasamtök heimilina og Öryrkjabandalag Íslands með framsögu. Tilgangur borgarafundanna er sá að talsmenn félagasamtaka leggi línurnar gagnvart stjórnmálunum með framsögum um áherslur þeirra og hvað betur mætti…

Lesa meira

Heilafóður – Er þörf á hugarfarsbreytingu?

Laugardaginn 9. Febrúar tók Alda þátt í málþingi á vegum húmanistaflokksins. Hjalti Hrafn sem fulltrúi Öldu flutti þar stutt erindi um hugarfarsbreytingu. Eftirfarandi er texti framsögunnar. ________________________________________ Er þörf á hugarfarsbreytingu? Nei (og já). Það þarf að breyta meira en bara hugarfari. Við þurfum að ganga skrefi lengra. Við erum núna að ganga í gegnum…

Lesa meira

Fundarboð – Málefni hælisleitenda 13. febrúar 2013 / Meeting – refugee issues 13. February 2013

Boðað er til fundar í málefnahópi um málefni hælisleitenda miðvikudaginn 13. febrúar kl 20:00. Fundurinn er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, og er öllum opinn. Dagskrá: Ályktun Öldu um málefni flóttamanna. Eftirfylgni við ályktun þegar hún er samþykkt. Nýtt lagafrumvarp um málefni flóttamanna. Möguleikar á öðrum aðgerðum. ________________________________________ There will be a meeting on the…

Lesa meira

ALDA tekur þátt í málþingi laugardaginn 9. febrúar

Öldu hefur verið boðið að vera með stutta framsögu á málþingi sem Húmanistaflokkurinn stendur fyrir. Það er haldið í Þjóðarbókhlöðunni við Birkikmel, laugardaginn 9. febrúar undir yfirskriftinni „Er þörf á hugarfarsbreytingu?“ Málþingið er opið öllum. Ræddar verða spurningar eins og: • Hugsum við um hag komandi kynslóða? • Getur lýðræðið þróast án hugarfarsbreytingar? • Er…

Lesa meira

Fundargerð – sjálfbærnihópur 30. janúar

Fundur var settur kl. 20:00 Mættir: Ásta, Árný, Nína, Hulda, Guðni, Þórarinn, Ollý, Dóra, Hjalti Fundarstjóri: Hjalti Hrafn Hafþórsson Fundinn ritaði: Dóra Ísleifsdóttir   Dagskrá fundar: 1. Þátttaka Öldu í Grænum þemadögum. Nína og Árný, f.h. nemendafélags Umhverfis- og auðlindafræði, HÍ kynntu þemadagana fyrir fundargestum. Og lýsa eftir þátttakendum. Áhugasamir geta haft samband við Nínu Maríu…

Lesa meira

Fundarboð: Stjórnarfundur 6. febrúar

Stjórnarfundur verður miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, venju samkvæmt. Það er nóg að gera. Málefni hælisleitenda, Full Fact (að sannprófa fullyrðingar í fjölmiðlum), þjóðfundur og greiningardeild eru meðal nýrra verkefna. Einnig verður rætt um eldri verkefni sem snúa að lýðræði, hagkerfinu og sjálfbærni. Fundurinn er öllum opinn eins og allir fundir…

Lesa meira

Fundur um fund: ÞJÓÐFUNDUR

Þriðjudagskvöldið 5. febrúar verður blásið til fundar um nýjan þjóðfund. Fundurinn er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4 og hefst klukkan 20.00. Lengi hefur verið rætt um það innan Öldu að halda þjóðfundi með öðru sniði en var 2009 (því margar útfærslur eru til). Fleiri en félagsmenn í Öldu hafa sömuleiðis áhuga á því. Nýlega…

Lesa meira