Alvöru lýðræði – fundur

Fundur um alvöru lýðræði verður miðvikudaginn 30. október kl. 20 að Barónstíg 3 (Múltíkúltí). Á fundinum verða línur lagðar fyrir starfið í vetur. Þá verður umræða um nýtt verkefni er tengist þjóðaratkvæðagreiðslum og óskað er aðkomu Öldu. Mikið verk er enn fyrir höndum í því að auka þátttöku almennings í opinberri ákvarðanatöku og dýpka lýðræðið.…

Lesa meira

Starfið í vetur!

Fundargerð – skipulagsfundur um starfið í vetur 16. okt 2013 Fundur settur í nýju húsnæði. Múltíkúltí á Barónsstíg 3 hefur tekið okkur opnum örmum og þar eigum við fundaraðstöðu alla miðvikudaga. Mætt á fund Björn Leví, Andrea Ólafsdóttir, Hulda Björg Sigurðardóttir, Ásta Hafberg, Þórunn Eymundardóttir, Kristinn Már, Sólveig Alda (er ritaði fundargerð) og Guðmundur D.…

Lesa meira

Heimspekispjall Öldu í Hannesarholti 21. okt 2013

Stjórnarmenn í Öldu þau Björn Þorsteinsson og Sólveig Alda Halldórsdóttir verða með erindi og leiða umræðu um lýðræði í Hannesarholti, Grundarstíg 10,  21. október. Yfirskriftin er : Hvert er hlutverk gagnrýninnar hugsunar í þjóðfélagi sem vill kenna sig við lýðræði? Hvernig má koma á alvöru lýðræði? Í erindunum verður fjallað um hlutverk gagnrýninnar hugsunar í lýðræðisþjóðfélagi…

Lesa meira

Starfið í vetur – vertu með

Ný stjórn Öldu er nú fullmönnuð að loknum aðalfundi og slembivali. Efstar í slembivalinu  voru þær Þórunn Eymundardóttir og Andrea Ólafsdóttir og hafa þær báðar samþykkt að taka sæti í stjórn á komandi vetri. Fyrsta verk nýrrar stjórnar er að skipuleggja starfið framundan og því er boðað til fundar um starfið í vetur. Rætt verður…

Lesa meira

Í kjölfar aðalfundar 2013

Alda hélt aðalfund síðasta laugardag. Góður hópur settist niður, fékk sér kaffi og meðððí. Mætt voru Ásta Hafberg, Kristinn Már sem stýrði fundi, Hjalti Hrafn, Hulda Björg, Kjartan Jónsson, Bjartur Thorlacius, Guðmundur D., Sólveig Alda, sem ritaði fundargerð, og Júlíus Valdimarsson. Lesin var upp skýrsla stjórnar sem er aðgengileg á alda.is. Lagabreytingartillögur voru samþykktar eftir heilmikla…

Lesa meira

Skýrsla stjórnar 2012-2013

Sjö af níu stjórnarmönnum voru kosnir á aðalfundi: Ásta Hafberg, Björn Þorsteinsson, Guðmundur D. Haraldsson, Halldóra Ísleifsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Kristinn Már Ársælsson og Sólveig Alda Halldórsdóttir. Tveir stjórnarmenn voru slembivaldir, Anna Rún Tryggvadóttir og Sibeso Sveinsson. Fráfarandi stjórnarmönnum eru sérstakar þakkir færðar. Haldnir voru 35 fundir (skv. fundargerðum á alda.is) málefnahópa og stjórnar á…

Lesa meira

Framboð og lagabreytingar 2013

Félaginu hafa borist framboð til stjórnarsetu í Öldu 2013-2014. Þau birtast í handahófskenndri röð hér að neðan. Aðalfundur fer fram laugardaginn 5. október kl. 17.00 að Hellusundi 3. Tvær lagabreytingartillögur bárust (sjá að neðan). Þá verða reglur um fjárhagsmálefni og fjárframlög til félagsins borin upp til samþykktar á aðalfundi en þær höfðu áður verið ræddar…

Lesa meira

Alda-mót: Aðalfundur

Aðalfundur Öldu verður haldinn laugardaginn 5. október 2013 og hefst hann kl. 17.00. Fundarstaður er að Hellusundi 3. Allir velkomnir. Vert er að vekja sérstaklega athygli á að í stjórn eru kjörnir sjö manns og tveir slembivaldir eftir aðalfundinn. Allir félagsmenn eru með í slembivalinu, nema að þeir óski þess sérstaklega að segja sig frá því (með…

Lesa meira

Fundargerð stjórnarfundar 11. september

Stjórnarfundur 11. september 2013 kl. 20. Mættir: Hjalti Hrafn (stýrir fundi), Halldóra Ísleifsdóttir, Ásta Hafberg, Guðmundur Hörður, Guðni Karl, Kristinn Már (ritar fundargerð), Guðmundur D. og Jamie McQuilkin. 1. Jamie frá Public Interest Research Center í Bretlandi kynnti tillögu að vinnudegi með Öldu sem grundvallast á gagnrýni og hugmyndum um aðferðafræði fyrir grasrótarhópa. Hugmyndirnar byggjast…

Lesa meira