Stjórnarfundur 3. september 2014

Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði heldur fyrsta fund vetrarins miðvikudaginn 3. september kl 20:00 í Múltí Kúltí, Barónstíg 3. Á fundinum verður farið yfir stöðuna eftir sumarið og vetrarstarfið skipulagt. Það þarf að athuga hvaða málefnahópa við viljum nota orkuna í og setja þeim hópum markmið. Eins og allir fundir hjá Öldu er…

Lesa meira

Fundargerð 4. júní 2014

Stjórnarfundur var haldinn 4. júní 2014. Mættir voru: Hjalti Hrafn, Sólveig Alda (er ritaði fundargerð og stýrði fundi), Kristinn Már, Júlíus Valdimarsson og Hulda Björg. 1. Starf málefnahópa. Kristinn Már var með erindi á opnum fundi í Garði um lýðræði að beiðni tveggja framboða, N og Z lista. Fundurinn var vel sóttur. Mikill áhugi er…

Lesa meira

Fundur um lýðræði í Garði

Haldinn var fundur um umbætur í lýðræðismálum í Garði að frumkvæði N og Z lista til sveitarstjórnar miðvikudaginn 28. maí síðastliðinn. Kristinn Már, stjórnarmaður í Öldu, hélt framsöguerindi þar sem hann fór yfir hvernig megi mæla gæði og virkni lýðræðis sem og kosti og galla ólíkra útfærslna á lýðræði. Meðal þess sem kynnt var má…

Lesa meira

Sáningarhátíð – 31. Maí

Alda er í samvinnu með Miðgarði – Borgarbýli við að skapa sjálfbært samfélag innan Borgarinnar. Fyrsti sáningardagurinn er á laugardag og öllum er boðið sem hafa áhuga. Hvort sem áhuginn er á að rækta eitthvað fyrir sjálfan sig, skipuleggja uppbyggingu á svæðinu í sumar eða planta fræjum að lýðræðislegu og sjálfbæru framtíðarsamfélagi.   Facebook Event

Lesa meira

Hugleiðing um nútíma verkalýðsbaráttu

Hjalti Hrafn Hafþórsson félagi í Öldu flutti erindi í tilefni dagsins á 1. maí um samvinnufélög og lýðræðisleg fyrirtæki. Vel þess virði að hlusta á. En annars er textinn hér: Hugleiðing um nútíma verkalýðsbaráttu Til hamingju með 1. maí verkafólk um allan heim! Síðan iðnbyltingin hófst hefur verkafólk unnið marga sigra og með þrautseigju og…

Lesa meira

Common Cause – opið námskeið 5. maí

Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, í samvinnu við Public Interest Research Centre (PIRC) býður samtökum og einstaklingum á Common Cause námskeið. Námskeiðið er opið öllum en við leggjum sérstaka áherslu á að fá fulltrúa frá breiðum hópi samtaka sem eru að vinna að félagslegum og pólitískum umbótum hvert á sínu sviði, hvort sem…

Lesa meira