Á laugardaginn 13. apríl ætlar ALDA að hitta stjórnmálaflokka á opnum fundi og heyra hvað þeir boða til lausnar á þeim göllum í hagkerfinu sem komu berlega í ljós í hruninu og hvaða augum þeir líta á aðkallandi skort á lýðræði á sviði efnahagslífsins. Hér verður kjörið tækifæri til að ræða þær grundvallarbreytingar sem þörf…
Lesa meiraBoðað er til fundar í hópi um nýtt hagkerfi þann 4. mars næstkomandi kl. 18 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Markmið fundarins er að fara yfir þau atriði sem þarf að laga í hagkerfinu á allra næstu misserum. Farið verður yfir greinargerð þessa efnis.
Lesa meiraBoðað er til fundar í málefnahópi um lýðræðislegt hagkerfi miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20:00 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Fundurinn er öllum opinn og allir hvattir til að mæta. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á þingsályktunartillögu um lýðræðisleg fyrirtæki sem er til umræðu á Alþingi og rætt verður um næstu skref og komandi verkefni…
Lesa meiraFundur settur klukkan 18. Mættir voru: Guðmundur, Krisinn, Harpa, Hjalti, Ásta, Þórarinn (ritari) og sænskur mannfræðinemi sem fylgdist með. Í samræmi við niðurstöðu fyrri fundar hafði Guðmundur tekið saman lista yfir vandamál í hagkerfinu sem þarf að lagfæra sem allra fyrst, flest vandamál sem hefði þurft að leysa strax eftir hrun. Listinn var ræddur og…
Lesa meiraÁ dögunum var haldin kjararáðstefna hjá Starfsgreinasambandinu, en sambandið nær yfir 19 stéttarfélög. Alda sendi inn á þennan fund skjal þar sem helstu röksemdir Öldu fyrir styttingu vinnudags eru tekin saman. Skjalið má finna hér.
Lesa meiraBoðað er til fundar í hópi um nýtt hagkerfi þann 20. febrúar næstkomandi kl. 18 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Markmið fundarins er að fara yfir drög að stefnu Öldu um hagkerfisbreytingar sem þurfa að ganga í gegn á allra næstu árum.
Lesa meiraFundur verður haldinn 14. febrúar næstkomandi kl. 18 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Markmið fundarins er að hefja undirbúningsvinnu að hugmyndum Öldu um nýtt hagkerfi. Aðalatriðin yrðu trúlega sótt úr leiðarkerfi New Internationalist að sanngjörnu hagkerfi, en það verður rætt nánar á fundinum. Allir velkomnir að vanda.
Lesa meiraAlda sendi í gær umsögn til Alþingis um frumvarp sem liggur nú fyrir þinginu, en ef frumvarpið yrði að lögum myndu frídagar sem falla á helgar ekki lengur verða ónýttir heldur fengist frí næsta dag. Frumvarpið tekur líka á öðrum atriðum varðandi frídaga. Umsögnina má nálgast hér og frumvarpið sjálft hér.
Lesa meiraFundur er boðaður í Greiningardeild Öldu þann 22. nóvember n.k. klukkan 20:00. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um að Alda þurfi að gefa út upplýsingarit um ýmiss konar mælikvarða á lífsgæði. Hinn hefðbundi mælikvarði sem tröllríður þjóðfélagsumræðunni, hagvöxtur, er þar hvergi nærri nógu góður. Fundurinn er boðaður…
Lesa meiraVenjulegur vinnudagur í lífi íslendinga gengur svona fyrir sig: Vaknað um eða fyrir sjö á morgnana, mætt til vinnu klukkan átta, eftir að hafa komið við á leikskóla eða í grunnskóla. Klukkan fjögur eða þar um bil – jafnvel fimm – er haldið úr vinnu, komið við aftur í skóla. Stoppað í búð kannski áður…
Lesa meira