Skýrsla stjórnar 2011-2012

Ný stjórn var kosin fyrir árið 2011 -2012. Stjórnina skipuðu Björn Þorsteinsson, Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, Valgerður Pálmadóttir, Helga Kjartansdóttir, Sólveig Alda Halldórsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Kristinn Már Ársælsson, Magnús Björn Ólafsson og Sigrún Birgisdóttir. Fimm stjórnarmenn sátu áfram og fjórir nýir bættust við. Á síðasta aðalfundi var lögum félagsins breytt. Nafni félagsins var formlega breytt…

Lesa meira

Ályktun og erindi um Þjóðhagsstofnun

Ályktun samþykkt á stjórnarfundi Öldu, 2. október 2012. Í ljósi umræðu um stofnun Þjóðhagsstofnunar (http://www.althingi.is/altext/138/s/1537.html) er ástæða til að koma eftirfarandi á framfæri: Alda telur nauðsynlegt að hugað verði að fleiri þáttum en efnahagslegum hjá fyrirhugaðri Þjóðhagsstofnun. Á undanförnum áratugum hefur í alltof miklum mæli verið einblínt á mælikvarða hagfræðinnar þegar hugað er að hag,…

Lesa meira

Ályktun: Loftslagbreytingar – 50 mánuðir

Ályktun samþykkt á stjórnarfundi Öldu, 2. október 2012: Samkvæmt útreikningum New Economic Foundation í Bretlandi eru nú 50 mánuðir þar til styrkleiki gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti Jarðar fer yfir þau mörk þannig að ólíklegt sé að hægt verði að koma í veg fyrir veruleg áhrif loftslagsbreytinga. Takist ekki að draga verulega úr losun fyrir þann tíma…

Lesa meira

Stytting vinnudags: Efni til stéttarfélaga

Alda sendi nýlega bækling til flestra stéttarfélaga á Íslandi. Í bæklingnum eru reifaðar tillögur Öldu, um styttingu vinnudags. Bæklingurinn var einnig sendur til Samtaka Atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og nokkurra ráðuneyta ríkisins. Viðtakendur voru samtals um 130 að tölu. Bæklingnum var fylgt eftir með ósk um fund með fulltrúum Öldu. Bæklinginn má nálgast hér að neðan: Vinnum…

Lesa meira

Fjölmiðlar

Undanfarið hefur farið fram nokkur umræða um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla í tengslum við forsetakosningarnar. Alda minnir á að ekki hafi farið fram endurskoðun og umbætur á fjölmiðlum hérlendis í kjölfar hrunsins þrátt fyrir að t.d. fjölmiðlafræðingar og höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis hafi bent á að þeir hafi brugðist skyldum sínum. Því er mikilvægt að fjölmiðlar verði…

Lesa meira

Tillaga um þingsályktun: lýðræðisleg fyrirtæki

Alda hefur unnið tillögu að þingsályktun um setningu laga um lýðræðisleg fyrirtæki. Nú er ár samvinnufyrirtækja hjá Sameinuðu Þjóðunum og rétt að unninn sé nýr lagarammi fyrir lýðræðisleg fyrirtæki. Til þess að hægt sé að tala um alvöru lýðræði þurfa leikreglur lýðræðisins að gilda á öllum sviðum samfélagsins, líka í vinnunni. Tillagan var unnin í…

Lesa meira

Lýðræðisleg skipan stjórnmálaflokks

Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði tók að sér það verkefni að teikna upp lýðræðislega skipan stjórnmálaflokks. Verkefnið samanstendur af tillögum að lögum og skipulagi fyrir lýðræðislegan stjórnmálaflokk, með skýringum og greinargerðum,  hugmyndafræðilegum inngangi, ábendingum um verklag og tilvísinum í rannsóknir og fyrirmyndir. Þess ber að geta að Alda er ekki og hyggst ekki verða…

Lesa meira

Ályktun: Stjórnarskrármálið

Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði telur fullreynt að Alþingi og stjórnmálaelítan leiði stjórnarskrármálið til lykta. Allt frá því að krafa búsáhaldabyltingarinnar um nýja stjórnarskrá sem gerð yrði af fólkinu í landinu var tekin upp á Alþingi hefur málið einkennst af klúðri, deilum og vísvitandi aðgerðum til þess að eyðileggja ferlið. Ljóst er að…

Lesa meira