Málefnahópur um alvöru lýðræði, fundargerð 20. ágúst

Fundur í málefnahóp um lýðræði á sviði stjórnmála/málefnahóp um alvöru lýðræði, Grasrótarmiðstöðinni 20. ágúst kl. 20:00. Mættir voru Kristinn Már Ársælsson, Guðmundur D. Haraldsson (sem stýrði fundi), Björn Þorsteinsson (sem ritaði fundargerð), Björn Leví Gunnarsson og Júlíus Valdimarsson. 1. Lýðræðislegur stjórnmálaflokkur/stefna í lýðræðismálum, kynning og fundir. Kristinn Már greindi frá stöðu mála. Höfum þegar fundað…

Lesa meira

Lýðræði – stjórnmálin

Fundur í málefnahópi um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna verður mánudaginn 20. ágúst kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4. Dagskrá Lýðræðislegur stjórnmálaflokkur/stefna í lýðræðismálum – kynning og fundir Real Democracy Now! Siðareglur stjórnmálaflokka Stjórnarskrármálið Kosningavetur Önnur mál Tillaga Öldu að stjórnmálaflokki í anda alvöru lýðræðis Stefna í lýðræðismálum fyrir stjórnmálaflokka Allir fundir hjá Öldu eru öllum opnir.…

Lesa meira

Fundargerð – stjórnarfundur 14.8.2012

Mættir voru: Halldóra Ísleifsdóttir, Sólveig Alda sem stýrði fundi, Tryggvi Hansen, Hulda Björg, Júlíus Valdimarsson, Guðmundur Hörður, Guðni Karl, Björn Þorsteinsson, Kristinn Már er ritaði fundargerð og Hjalti Hrafn. 1. Stytting vinnutíma. Sendum út tillögur félagsins um styttingu vinnutíma fyrr í sumar, um 120 eintök á stéttarfélög og aðra aðila sem koma að kjarasamningum. Óskað…

Lesa meira

Lýðræðisleg fyrirtæki og leiðin að betri framtíð

Lýðræðisleg fyrirtæki og leiðin að betri framtíð Hjalti Hrafn Hafþórsson     I Vandi kapítalismans Kapítalismi er bannorð í pólitískri umræðu á Íslandi. Þessi óskrifaða regla hefur verið nánast ófrávíkjanleg í rúm 20 ár eða síðan Sovétríkin féllu. Í hugum flestra er kapítalisminn óhjákvæmilegur hluti af veruleikanum sem við lifum í, jafn sjálfsagður og lögmál…

Lesa meira

Stjórnarfundur 14. ágúst

Stjórnarfundur verður 2. þriðjudag í ágústmánuði en ekki 1. þriðjudag eins og venja er enda margir að koma heim úr sumarfríi þessa dagana. Á síðasta stjórnarfundi í júní var einnig ákveðið að stjórnarfundir verði haldnir kl. 20 í stað 20.30 eins og venja hefur verið. Næsti stjórnarfundur verður því 14. ágúst kl. 20 að Brautarholti…

Lesa meira

Stytting vinnudags: Efni til stéttarfélaga

Alda sendi nýlega bækling til flestra stéttarfélaga á Íslandi. Í bæklingnum eru reifaðar tillögur Öldu, um styttingu vinnudags. Bæklingurinn var einnig sendur til Samtaka Atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og nokkurra ráðuneyta ríkisins. Viðtakendur voru samtals um 130 að tölu. Bæklingnum var fylgt eftir með ósk um fund með fulltrúum Öldu. Bæklinginn má nálgast hér að neðan: Vinnum…

Lesa meira

Fjölmiðlar

Undanfarið hefur farið fram nokkur umræða um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla í tengslum við forsetakosningarnar. Alda minnir á að ekki hafi farið fram endurskoðun og umbætur á fjölmiðlum hérlendis í kjölfar hrunsins þrátt fyrir að t.d. fjölmiðlafræðingar og höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis hafi bent á að þeir hafi brugðist skyldum sínum. Því er mikilvægt að fjölmiðlar verði…

Lesa meira

Forsetakosningar

Ályktun um forsetakosningarnar. Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, telur rétt að forsetaembættið verði lagt niður. Sú hugmynd að fela einum einstaklingi umfangsmikil völd, eins og gert er í núgildandi stjórnarskrá og tillögum stjórnlagaráðs, er fremur í anda konungsveldis en lýðræðis. Embættið er í raun arfur frá eldri samfélagsgerð sem engin ástæða er til að…

Lesa meira

Stjórnmálaástandið

Innan við helmingur landsmanna bar traust til Alþingis fyrir hrun. Eftir hrun hefur traust til þingsins mælst í kringum 10%. Ástandið fyrir hrun kallaði á viðbrögð og breytingar. Núverandi aðstæður kalla á tafarlausar umbætur og endurnýjun á lýðræðinu. Málþóf og leiksýningar á Alþingi eru síst til þess að auka traustið. Allir sjá að í þinginu…

Lesa meira

Tillaga um þingsályktun: lýðræðisleg fyrirtæki

Alda hefur unnið tillögu að þingsályktun um setningu laga um lýðræðisleg fyrirtæki. Nú er ár samvinnufyrirtækja hjá Sameinuðu Þjóðunum og rétt að unninn sé nýr lagarammi fyrir lýðræðisleg fyrirtæki. Til þess að hægt sé að tala um alvöru lýðræði þurfa leikreglur lýðræðisins að gilda á öllum sviðum samfélagsins, líka í vinnunni. Tillagan var unnin í…

Lesa meira