Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði Fundargerð: málefnahópur um lýðræðislegt menntakerfi, 22. ágúst 2013 Fundur settur kl 20:00 Fundinn sátu: Þórgnýr, Birgir Smári, Guðmundur Ágúst, og Hjalti Hrafn Fundinn ritaði Hjalti Hrafn. Enginn fundarstjóri var kjörinn vegna smæðar fundarins en allar samræður og skoðanaskipti gengu eins og í sögu og fundurinn einkenndist af…
Lesa meiraHaldinn að Grensásvegi 16a. – fundur settur 20:00 Mætt eru Hulda Björg, Hjalti Hrafn, Björn Þorsteinsson, Guðmundur D., Ásta Hafberg, Birgir Smári, Júlíus Valdimarsson og Sólveig Alda sem ritaði fundargerð. Síðar á fund mætti Þórgnýr Thoroddsen. Dagskrá fundar snerist að mestu um skipulag vetrar og húsnæðismál en einnig var rætt um stjórnarástand og fleira því…
Lesa meiraÞað kom upp frábær hugmynd á stjórnarfundi á mánudaginn: Af hverju ekki að veita börnum og ungmennum tækifæri til að hafa áhrif á málefni sem varða þeirra hagsmuni með lýðræðislegum þáttökuferlum? Haldinn verður fundur málefnahóps um lýðræðislegt menntakerfi fimmtudaginn, á fundinum verður rætt um, möguleikann á að sækja um styrk og samvinnu við sveitarfélög í…
Lesa meiraStjórnarfundur í Öldu 5. júní 2013 kl. 20 á Café Haítí. Mætt voru Birgir, Guðmundur D., Björn (sem ritaði fundargerð), Hjalti, Metúsalem, Júlíus, Ásta og Ragnar. 1. Málefni hælisleitenda. Rætt um þessi mál í tilefni af brottvísun króatískra fjölskyldna úr landi. Að mati lögfróðra er sú aðgerð kolólögleg: bannað er að vísa fólki úr landi…
Lesa meiraStjórnarfundur í Öldu, haldinn 1. maí 2013 kl. 11 í Grasrótarmiðstöðunni við Brautarholt. Mætt voru Júlíus, Elín, Helga María, Ásta, Sólveig Alda, Birgir Smári, Arnold, Bjartur, Björn (sem ritaði fundargerð), Kristinn Már og Guðmundur D. Efni fundarins var almennt spjall um starf félagsins og ástand mála vítt og breitt. Mikil umræða spannst um nýafstaðnar kosningar…
Lesa meiraNú verður stjórnarfundur! ALDA er heimilislaus og á hrakhólum og því hefur dregist að halda stjórnarfund. En nú höfum við fengið lánað fundarherbergi á Grensásvegi 16a fyrir næsta fund. Stjórnarfundur er því á næsta mánudagskvöld, þann 19. ágúst, og hefst fundur klukkan 20.00 Dagskráin snýst um skipulag starfsins í vetur, húsnæðisleysi og stöðu mála í íslensku…
Lesa meiraAlda er að koma úr sumarfríi. Félagið er enn húsnæðislaust en hefur sent erindi til allra sveitarfélaga landsins í von um að þau muni tryggja grasrótarstarfi á borð við Öldu aðstöðu. Við segjum fréttir af því þegar þær berast. Á meðan væri vel þegið ef einhver veit um nothæft og endugjaldslaust húsnæði fyrir Öldu og…
Lesa meira