Skilyrðislaus grunnframfærsla

Hér er einföld og kröftug hugmynd fyrir 21. aldar velferðarsamfélag: Að allir fái greidda fjárupphæð frá ríkinu sem nægi fyrir grunnframfærslu þeirra. Þessi fjárupphæð yrði borguð út á einstaklingsgrundvelli og ekki á nokkurn hátt skilyrt, hver og einn fengi hana greidda óháð vinnu eða öðrum tekjum. Kostir slíks fyrirkomulags eru margir. Sá fyrsti og augljósasti…

Lesa meira

Samvinnufélög á krepputímum

Nýverið kom út merkileg skýrsla frá Alþjóðlegu vinnumálastofnuninni (International Labour Organization) um stöðu samvinnufélaga í heimskreppunni. Það kemur á daginn að á meðan flest fyrirtæki á Vesturlöndum eiga undir högg að sækja þá standa samvinnufélög kreppuna mun betur af sér og sækja jafnvel í sig veðrið. Þetta er ekki aðeins tilfellið með núverandi heimskreppu heldur…

Lesa meira

Áhugaverðir tímar

Vonleysi og átök einkenna þessi áramót. Hart er barist á sviði stjórnmálanna þar sem ríkisstjórnin stendur höllum fæti og deilur loga innan flokka sem og milli þeirra. Trú almennings á flokkafulltrúalýðræðinu er enn lítil sem engin en traust á Alþingi hefur mælst í kringum 10% í lengri tíma. Stór hluti almennings hefur ekki áhuga á…

Lesa meira

Stjórnmálaflokkur fyrir alvöru lýðræði

Traust á Alþingi mælist í kringum 9% og stór hluti kjósenda gefur til kynna í skoðanakönnunum að hann muni ekki ljá rótgrónum stjórnmálaflokkum atkvæði sitt í næstu kosningum. Út um allan heim standa yfir mótmæli hvar krafist er alvöru lýðræðis. Undanfarið hefur Alda unnið að því að teikna upp skipulag stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis.…

Lesa meira

Er kapítalisminn á leiðarenda?

Leyfum okkur svolitla einföldun til að byrja með: Nær alla 20. öldina börðust hægri- og vinstriflokkar um markaðshyggju og ríkishyggju: hvort séreignarréttur og afskiptaleysisstefna gagnvart markaði væri betri lausn en sameign og miðstýring eða stíf reglusetning gagnvart markaðnum. Eins og við þekkjum mætavel varð þróunin sú, á heildina litið, að hægriflokkarnir urðu ofan á –…

Lesa meira

Fulltrúaræði eða lýðræði?

Fyrr á þessu ári var lagt fram frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga. Í þeim kom nýr kafli, aftarlega, augljóslega aukaatriði, þar sem átti að veita almenningi heimild til að knýja fram annars vegar borgarafund og hins vegar íbúakosningu um málefni sveitarfélagsins. Fjölmargir annmarkar voru á þessum tillögum. Þar má nefna að í tillögurnar vantaði ýmislegt sem…

Lesa meira

Stjórn þjóðhagsmála er lýðræðislegt viðfangsefni

Sveinn Máni Jóhannesson skrifar:   Umdeild stýrivaxtahækkun Seðlabankans á dögunum minnir okkur á gömul keynesísk sannindi:  Stjórn þjóðhagsmála er pólitískt viðfangsefni. Sérhver stefnumótandi ákvörðun er niðurstaða pólitískrar baráttu og hvílir á þekkingarpólitískum grundvelli. Þessi orð kunna að hljóma sem augljós sannindi, en ganga í raun þvert á það sem haldið hefur verið fram um hagstjórn…

Lesa meira