Loftslagsmál og vinnutími: Tækifæri til breytinga

Það er orðið algerlega ljóst að loftslagsbreytingar eru raunverulegar, að þær stefna öryggi og afkomu mannkynsins í verulega hættu, að þær eru orsakaðar af hegðun mannskepnunnar, og að aðgerða er þörf. En hvaða aðgerðir eiga það að vera? Skoðum fyrst hver vandinn er. Í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar frá árinu 2018 er staðhæft…

Lesa meira

Tilraunaverkefni um fjögurra daga vinnuviku – líka á Íslandi

Á undanförnum áratug á Íslandi hefur mikið verið rætt um og tekist á um styttingu vinnuvikunnar, en þökk sé mikilli umræðu og baráttu stéttarfélaga og annarra samtaka fyrir málefninu tókst að semja um styttri vinnuviku í kjarasamningum. Hér léku tilraunaverkefni BSRB um styttri vinnuviku hjá Reykjavíkurborg og ríkinu lykilhlutverk, en með þeim jókst skilningur á…

Lesa meira

Viðskiptamaðurinn sem vill stytta vinnuvikuna

Andrew Barnes hefur háleitar hugmyndir um fjögurra daga vinnuviku Það hefði eflaust þótt saga til næsta bæjar hér á árum áður að viðskiptamaður, kapítalisti jafnvel, hefði áhuga á styttri vinnuviku. Frasinn „tími er peningar“ er enn í fullu gildi, ekki satt? En sagan er sönn, því milljarðamæringurinn og viðskiptamaðurinn Andrew Barnes heldur nú á lofti…

Lesa meira

Upptökur frá ráðstefnu um styttri vinnuviku

Stytting vinnuvikunnar er nú komin á dagskrá stéttarfélaga og annarra félagasamtaka um víða veröld og er nú mikið rædd í fjölmiðlum, í stjórnmálahreyfingum og hjá hugveitum um allan heim. Stytting vinnuvikunnar er þó ekki aðeins mál sem varðar lífsgæði, jafnvægi vinnu og einkalífs, og að deila vinnunni á fleiri hendur, heldur einnig nokkuð sem varðar…

Lesa meira

Loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðing og styttri vinnuvika: Tökum næstu skref

Alda vill vekja athygli á fjórum málefnum sem eru mikilvæg fyrir framtíð íslensks samfélags á næstu árum: Sjálfvirknivæðingu, loftslagsbreytingum, hækkandi lífaldri þjóðarinnar og styttri vinnuviku. Mikilvægt er að móta heildstæða stefnu til framtíðar sem samþættir þessa málaflokka til að stemma stigu við þróun sem þegar er orðin og er líkleg til að ágerast á næstu árum.…

Lesa meira

Tilraunaverkefni um styttri vinnuviku: Skýrsla Öldu og Autonomy

Alda og breska hugveitan Autonomy hafa nú gefið út fyrstu greinargóðu skýrsluna á ensku um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar sem voru rekin á Íslandi á árunum 2015 til 2019. Um er að ræða tilraunaverkefni hjá bæði Reykjavíkurborg og ríkinu. Skýrslan kemur út í dag. Niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Um 2.500 tóku þátt í tilraunaverkefnunum –…

Lesa meira

Styttri vinnuvika, heilbrigðiskerfið og hugmyndafræði: Um bætt jafnvægi atvinnugreina

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir var í viðtali á Rás 2 í vikunni um styttingu vinnuvikunnar á Landspítalanum. Segist Tómas í viðtalinu vera efins um styttinguna þótt hann væri hlynntur markmiðum hennar. Hugmyndin sé góð og vel meint, að styttingin sé réttlætismál og eðlilegur liður í kjarabaráttu heilbrigðisstétta, en tímasetningin sé kannski röng. Hann segist hafa áhyggjur…

Lesa meira