Fundur verður haldinn 14. febrúar næstkomandi kl. 18 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Markmið fundarins er að hefja undirbúningsvinnu að hugmyndum Öldu um nýtt hagkerfi. Aðalatriðin yrðu trúlega sótt úr leiðarkerfi New Internationalist að sanngjörnu hagkerfi, en það verður rætt nánar á fundinum. Allir velkomnir að vanda.
Lesa meiraAlda sendi í gær umsögn til Alþingis um frumvarp sem liggur nú fyrir þinginu, en ef frumvarpið yrði að lögum myndu frídagar sem falla á helgar ekki lengur verða ónýttir heldur fengist frí næsta dag. Frumvarpið tekur líka á öðrum atriðum varðandi frídaga. Umsögnina má nálgast hér og frumvarpið sjálft hér.
Lesa meiraFundur er boðaður í Greiningardeild Öldu þann 22. nóvember n.k. klukkan 20:00. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um að Alda þurfi að gefa út upplýsingarit um ýmiss konar mælikvarða á lífsgæði. Hinn hefðbundi mælikvarði sem tröllríður þjóðfélagsumræðunni, hagvöxtur, er þar hvergi nærri nógu góður. Fundurinn er boðaður…
Lesa meiraVenjulegur vinnudagur í lífi íslendinga gengur svona fyrir sig: Vaknað um eða fyrir sjö á morgnana, mætt til vinnu klukkan átta, eftir að hafa komið við á leikskóla eða í grunnskóla. Klukkan fjögur eða þar um bil – jafnvel fimm – er haldið úr vinnu, komið við aftur í skóla. Stoppað í búð kannski áður…
Lesa meiraAlda sendi eftirfarandi umsögn til Alþingis um frumvarp að nýjum lögum um RÚV. Í umsögninni leggur Alda til að skref verði tekin til að starfsmenn RÚV verði valdhafar innan stofnunarinnar. Slík lýðræðisvæðing er líkleg til að skila sér í betri stjórnun, draga úr áhrifum stjórnmálamanna og annarra áhrifahópa á dagskrá og umfjöllun RÚV. Þá er…
Lesa meiraÁrsþing Alþýðusambands Íslands var haldið á dögunum. Á þinginu voru samþykktar ýmsar ályktanir, m.a. um atvinnumál og verðtryggingu. Engin ályktun fjallar hins vegar um vinnutíma og er hvergi minnst á vinnutíma í ályktunum þingsins. Alda harmar að ekkert aðildarfélag ASÍ og ekki heldur miðstjórn þess hafi séð ástæðu til að leggja fram ályktun um styttingu…
Lesa meiraOpinn fundur um starfið í vetur. Mættir voru. Guðmundur D. Haraldsson, Ásta Hafberg, Hulda Björg Sigurðardóttir, Sólveig Alda Tryggvadóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Sibeso Sveinsson, Þórarinn Einarsson og Kristinn Már (sem ritaði fundargerð). Farið var yfir hugmyndir að verkefnum sem hafa verið í vinnslu eða á teikniborðinu. Rædd var sú hugmynd um að málefnahóparnir þrír, um…
Lesa meiraAlda fagnar nýútkominni skýrslu um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur. Þar kemur fram að ábyrgð stjórnenda hafi verið óljós og að stjórnin hafi staðið í deilum en ekki leitað bestu niðurstöðu. Reksturinn var ósjálfbær og slæmar ákvarðanir teknar. Ljóst má vera af skýrslunni að stjórnendur hafi ekki haft hagsmuni eigenda OR, almennings, að leiðarljósi. Alda telur rétt að OR verði lýðræðisvædd.…
Lesa meiraFundur í málefnahópi um lýðræðisvæðingu hagkerfisins. Mættir voru Guðmundur D., Júlíus Valdimarsson og Kristinn Már (er ritaði fundargerð). 1. Þingsályktunartillaga – staðan Þingsályktunartillaga um lýðræðisleg fyrirtæki (endanlegt skjal væntanlegt á vefinn) er farin fyrir þingið. Það var Birgitta Jónsdóttir þingmaður sem átti frumkvæði að því að koma málinu inn í þingið. Hún er til vinnslu…
Lesa meiraÁlyktun samþykkt á stjórnarfundi Öldu, 2. október 2012. Í ljósi umræðu um stofnun Þjóðhagsstofnunar (http://www.althingi.is/altext/138/s/1537.html) er ástæða til að koma eftirfarandi á framfæri: Alda telur nauðsynlegt að hugað verði að fleiri þáttum en efnahagslegum hjá fyrirhugaðri Þjóðhagsstofnun. Á undanförnum áratugum hefur í alltof miklum mæli verið einblínt á mælikvarða hagfræðinnar þegar hugað er að hag,…
Lesa meira