Alda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um fjölgun frídaga. Um er að ræða ítrekun á fyrri umsögn félagsins, um sama mál. Umsögn Öldu er jákvæð, enda er markmiðið að veita vinnandi fólki aukið tækifæri til að njóta frístunda. Umsögn Öldu er svohljóðandi: Alda tekur undir meginmarkmið þessa frumvarps, um að fjölga frídögum…
Lesa meiraÞann 12. febrúar síðastliðinn stóðu Alda, Varða ásamt ASÍ og BSRB fyrir sameiginlegum viðburði um samfélagsbanka. Upptöku af þessum viðburði má finna hér að neðan. Á viðburðinum héldu tveir fyrirlesarar erindi: Lydia Prieg, aðalhagfræðingur bresku hugveitunnar New Economics Foundation, fjallaði um hlutverk samfélagsbanka og veitti greinargóða innsýn í starfsemi slíkra banka í öðrum löndum. Ásgeir…
Lesa meiraMikill stuðningur er við að almenningur fái að taka þátt í að ákveða framtíðarskipan bankakerfisins á lýðræðislegan hátt, t.d. með slembivöldu borgaraþingi, áður en ákvörðun um einkavæðingu bankanna verður tekin. Þetta kemur fram í könnun sem MMR vann fyrir Öldu, félag um sjálfbærni og lýðræði. Í könnuninni kemur einnig fram mikill stuðningur við stofnun samfélagsbanka…
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um breytingu á lögum um erfðafjárskatt. Umsögnin er jákvæð í garð þrepaskiptingar, en bent er á að þrepin þurfi að vera fleiri en frumvarpið gerir ráð fyrir. Einnig er bent á að máli skiptir hvernig erfðafjárskatturinn er reiknaður. Umsögnina má finna hér og lagafrumvarpið hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag til Alþingis umsögn um lagabreytingu um ársreikningaskrá, sem myndi gera það að verkum að skráin yrði opin án endurgjalds. Félagið tekur undir tillöguna, enda eykur hún gagnsæi í samfélaginu og um hag fyrirtækja. Umsögnina má finna hér og lagabreytingatillöguna má finna hér.
Lesa meiraAðalfundur Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, samþykkti ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að hefja ekki sölu á hlut ríkisins í Landsbanka og Íslandsbanka fyrr en að loknu vönduðu lýðræðislegu ferli þar sem almenningi verði gefið tækifæri til að ákveða framtíðarskipan bankakerfisins. Mælir félagið með að stjórnvöld hefji samráðsferli slembivalins borgaraþings, skoðanakannana og…
Lesa meiraÞriðjudaginn 8. október næstkomandi verður áhugaverður viðburður um grænar fjárfestingar og um fjárfestingarstefnu almannastofnana, m.a. lífeyrissjóða. Fulltrúi Öldu verður á staðnum og lýsir sjónarmiðum Öldu, en meðal annars verður rætt um verkefni Öldu, Fjárlosun. Meira um viðburðinn hér. Allir velkomnir!
Lesa meiraAlda hefur hleypt af stokkunum verkefni sem nefnt er Fjárlosun. Markmiðið er að afla upplýsinga um hvort lífeyrissjóðir, bankar og aðrar fjármálastofnanir fjárfesti í loftslagsbreytandi iðnaði. Þetta er gert í samstarfi við Landvernd, Foreldra fyrir framtíðina og Unga umhverfissinna. Þess vegna óskar Alda um þessar mundir eftir upplýsingum um það hvort íslensk fjármálafyrirtæki hafi sett…
Lesa meiraFréttir berast um þessar mundir af erlendum fyrirtækjum sem hafa prófað sig áfram með skemmri vinnuviku fyrir starfsmennina sína. Fréttirnar eru í senn, af árangri fyrirtækjanna við að reka sig og af betri lífsgæðum starfsfólksins. Hér á Íslandi hefur í það minnsta eitt einkafyrirtæki tekið upp skemmri vinnuviku, með góðum árangri. Þetta ætti að vera…
Lesa meiraAlda hefur ákveðið að efna til málþings um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu laugardaginn 12. janúar. Markmiðið er að þroska enn frekar umræðuna um styttingu vinnuvikunnar, og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Efnt er til málþingsins með stuðningi ASÍ, BRSB, BHM og Eflingar stéttarfélags. Undanfarin misseri…
Lesa meira