Niðurskurð strax!

Allir sem hafa haldið utan um rekstur, t.d. heimilis, félags eða fyrirtækis, vita að ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum fer reksturinn á endanum í þrot. Þetta er ótrúlega einfalt. Ömmuhagfræði. Þú þarft að afla a.m.k. jafn margra króna og þú lætur frá þér. Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir og…

Lesa meira

Fundur í sjálfbærnihópi

Boðað er til fundar í málefnahópi um sjálfbærni fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Á fundinum verður fyrst og fremst rætt um stefnu fyrir stjórnmálaflokka um sjálfbærni í umhverfismálum (sjá drög að neðan). Umræðan um umhverfismál í aðdraganda komandi kosninga þarf að vera um aðalatriði en ekki aukaatriði. Því…

Lesa meira

Starfið í vetur – fundargerð

Opinn fundur um starfið í vetur. Mættir voru. Guðmundur D. Haraldsson, Ásta Hafberg, Hulda Björg Sigurðardóttir, Sólveig Alda Tryggvadóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Sibeso Sveinsson, Þórarinn Einarsson og Kristinn Már (sem ritaði fundargerð). Farið var yfir hugmyndir að verkefnum sem hafa verið í vinnslu eða á teikniborðinu. Rædd var sú hugmynd um að málefnahóparnir þrír, um…

Lesa meira

Ályktun: Loftslagbreytingar – 50 mánuðir

Ályktun samþykkt á stjórnarfundi Öldu, 2. október 2012: Samkvæmt útreikningum New Economic Foundation í Bretlandi eru nú 50 mánuðir þar til styrkleiki gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti Jarðar fer yfir þau mörk þannig að ólíklegt sé að hægt verði að koma í veg fyrir veruleg áhrif loftslagsbreytinga. Takist ekki að draga verulega úr losun fyrir þann tíma…

Lesa meira

Fundargerð: Sjálfbærni 26. apríl

Fundur var haldinn í sjálfbærnihóp þann 26. apríl síðastliðinn. Á fundinn mættu Halldóra Ísleifsdóttir og Kristinn Már Ársælsson. Greinilega komið sumar. Farið var yfir stefnuskjal sem Alda vinnur fyrir stjórnmálaflokka um sjálfbærni. Tekin voru út nokkur atriði sem þóttu of sértæk og/eða ættu betur heima undir öðrum stefnuflokkum. Kristinn mun vinna að greinargerð og verður…

Lesa meira

Sjálfbærnihópur

Fundur verður í málefnahópi um sjálfbærni fimmtudaginn 26. apríl kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Dagskrá Stefna stjórnmálaflokka um sjálfbærni Hönnun/endurhönnun Málþing/ráðstefna um sjálfbærniþorp Önnur mál Allir fundir hjá Öldu eru öllum opnir. Notast er við samhljóða ákvarðanatöku (e. consensus) en að öðrum kosti eitt atkvæði á mann. Allir geta tekið þátt, allir geta lagt hönd…

Lesa meira

Fundargerð – sjálfbærnihópur, 21. mars

Alda – sjálfbærnihópur Fundur 21. mars Fundi stýrði: Kristinn Már Ársælsson Mætt voru: Guðni, Stefán, Dóra, Kristinn Már, Hulda Björg, Reinhardt og Birgir Smári. Dagskrá: 1. Stefna Öldu í sjálfbærnimálum 2. Alvöru grænt hagkerfi 3. Sjálfbærniþorp 4. Hönnun 5. Önnur mál 1. Drög að stefnu [fyrir stjórnmálaflokka] í sjálfbærnimálum lögð fyrir fundinn. Tillögurnar verða birtar…

Lesa meira

Sjálfbærnihópur

Fundur í sjálfbærnihópnum verður miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Meðal þeirra verkefna sem hópurinn vinnur að má nefna sjálfbærniþorp og tillögur að því hvernig megi sjálfbærnivæða samfélögin okkar í heild. Dagskrá Stefna Öldu í sjálfbærnimálum Alvöru grænt hagkerfi Sjálfbærniþorp Hönnun Önnur mál Allir fundir hjá Öldu eru öllum opnir. Notast…

Lesa meira

Fundargerð: Sjálfbærni 28. nóvember

Fundur í málefnahópi um sjálfbærni, mánudaginn 28. nóvember 2011. Mættir voru: Hulda Björg Sigurðardóttir, Björn Brynjuson og Kristinn Már er ritaði fundargerð. 1. Sjálfbærniþorp. Næstu skref. Verið er að vinna í að vinna umsóknartexta. Rætt var um að álíka verkefni hafa verið framkvæmd víða um heim. Rætt svolítið um Cittaslow í því sambandi. Ákveðið að…

Lesa meira