Umsögn: Brottfararstöð

Alda sendi í dag umsögn um frumvarp um brottfararstöð til Alþingis. Félagið telur frumvarpið ekki í anda þeirra gilda lýðræðis og mannhelgi sem við sem samfélag teljum okkur vinna eftir og hlíta. Verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd er um að ræða afturför fyrir íslenskt samfélag og mannréttindi. Félagið telur fyrirhugað eftirlit með brottfararstöð…

Lesa meira

Málstofa um gagnsæi, siðareglur og samskipti félagasamtaka við viðskiptalífið

Alda boðar til málstofu í Veröld, húsi Vigdísar miðvikudaginn 29. júní kl 14:00 til 16:00. Rætt verður um siðferðileg viðmið og gagnsæi í starfi félagsamtaka. Frjáls félagasamtök berjast fyrir mikilvægum hagsmunum og sjónarmiðum, auk þess að móta samfélagsumræðuna. Þess vegna vilja félagasamtök leiða með góðu fordæmi og vilja eftir fremsta mengi tileinka sér vandaða starfshætti…

Lesa meira

Umsögn Öldu um frumvarp um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka

Alda sendi í dag til Alþingis umsögn um frumvarp um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Umsögnin tekur til frumvarpsins sjálfs, laganna sjálfra sem og verklags við fyrri breytingar á lögunum. Umsögnina má finna hér og frumvarpið hér. Í stuttu máli fjallar frumvarpið um skyldur stjórnmálaflokka til upplýsingagjafar, vilji þeir þiggja styrki frá rikinu til…

Lesa meira

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum en samningurinn var samþykktur af 122 ríkjum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York þann 7. júlí 2017. Hinn 24. október sl. höfðu 50 ríki fullgilt samninginn og mun hann því taka gildi í dag, þann 22. janúar 2021. Samningurinn…

Lesa meira

Umsögn Öldu um drög að frumvarpi að breytingum að stjórnarskránni

Alda sendi í dag til Forsætisráðuneytisins umsögn um lagafrumvarp að breytingum að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, mál nr. 124/2020 í samráðsgátt stjórnvalda. Félagið gerir ýmsar athugasemdir við frumvarpið, leggur til fjölda breytinga, leggur til ýmiss konar viðbætur við stjórnarskrána og leggur áherslu á að stjórnarskrá landsins skuli unnin af almenningi í víðtæku ferli. Frumvarpið má finna…

Lesa meira

Umsögn Öldu um þingsályktunartillögu um aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðunum

Alda sendi í dag til Alþingis umsögn um þingsályktunartillögu um lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðunum. Alda tekur undir að auka þurfi lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðunum og bendir á að fulltrúar fjármagns- og fyrirtækjaeigenda eigi ekki að eiga sæti í stjórnum lífeyrissjóða. Þingsályktunartillöguna má finna hér og umsögnina má finna hér.

Lesa meira