Fundarboð – Málefni hælisleitenda 13. febrúar 2013 / Meeting – refugee issues 13. February 2013

Boðað er til fundar í málefnahópi um málefni hælisleitenda miðvikudaginn 13. febrúar kl 20:00. Fundurinn er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, og er öllum opinn. Dagskrá: Ályktun Öldu um málefni flóttamanna. Eftirfylgni við ályktun þegar hún er samþykkt. Nýtt lagafrumvarp um málefni flóttamanna. Möguleikar á öðrum aðgerðum. ________________________________________ There will be a meeting on the…

Lesa meira

Fundargerð: Málefnahópur um alvöru lýðræði 15. janúar

Fundur í málefnahóp um alvöru lýðræði Grasrótarmiðstöð 15. janúar 2013 kl. 20 Mætt voru Hulda Björg, Gústaf, Kristinn Már (sem stýrði fundi), Guðmundur D. og Björn (sem ritaði fundargerð). 1. Opnir fundir í aðdraganda kosninga Alda stendur fyrir fjórum fundum í aðdraganda kosninganna í vor. Búið er að ákveða þrjú fundarefni. Sjá fundargerð síðasta stjórnarfundar.…

Lesa meira

Fundarboð: Aðgerðahópur – stjórnmálin

Boðað er til fundar um nokkur mál sem unnið er að undir málefnahópi um alvöru lýðræði á sviði stjórnmálanna. Fundurinn verður þriðjudaginn  15. janúar kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Allir velkomnir eins og alltaf. Alda stefnir að því að halda opna fundi fyrir kosningarnar með forsvarsmönnum stjórnmálaflokka og þar á meðal einn um lýðræðismál…

Lesa meira

Umsögn um stjórnskipunarlög

Alda sendi inn neðangreinda umsögn við frumvarp til stjórnskipunarlaga, 415. máls. Alda ítrekar fyrri umsagnir og meðfylgjandi ályktanir félagsins vegna stjórnarskrármálsins. Tillögur til stjórnlagaráðs Lýðræðisfélagið hefur sent inn eftirfarandi tillögur til stjórnlagaráðs. Hverri tillögu fylgir greinargerð og fordæmi ef finnst. Tillögurnar eru tólf talsins og snúa að ákvæðum um forseta, kosningakerfi, dómendur, borgaraþing, fyrirtæki, stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur,…

Lesa meira

Fundargerð: Málefnahópur um alvöru lýðræði 19. nóvember 2012

Fundur í málefnahóp um alvöru lýðræði 19. nóv. 2012 kl. 20:00 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4 Mætt: Guðmundur D., Guðni Karl, Hulda Björg, Einar Gunnarsson, Kristinn Már (fundarstjóri), Björn (fundarritari), Birgir Smári, Þórarinn Allir fundarmenn kynntu sig örstutt. Kristinn Már útskýrði fundavenjur Öldu fyrir nýjum félagsmönnum. 1. Aðgerðahópar málefnahóps a. Real Democracy Now! Vefsíða þar sem…

Lesa meira

Þátttökufjárhagsáætlunargerð í Kópavogi

Það eru tíðindi úr Kópavogi en þar samþykkti bæjarráð einróma tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar: „að fela fjármálastjóra að meta kosti þess og galla að bærinn taki upp í einhverjum mæli til reynslu s.k. þátttökufjárlagagerð (e. Participatory budgeting).” Í greinargerð er vísað til reynslu Porto Alegre og nýlegrar reynslu í New York. Skemmst að minnast þess…

Lesa meira

Fundur: Alvöru lýðræði

Boðað er til fundar í málefnahópi um Alvöru lýðræði á sviði stjórnmálannna mánudaginn 19. nóvember kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Á fundinum verður farið yfir verkefni hópsins og aðgerðahópa hans. Nóg er af verkefnum og eru félagsmenn hvattir til þess að leggja hönd á plóg (sjá yfirlit yfir aðgerðahópa að neðan).…

Lesa meira

Lýðræðisráðstefna 10. nóvember – Alda verður með

Þann 10. nóvember næstkomandi verður ráðstefna um lýðræði með þátttöku Öldu. Meðal efnis verða fyrirlestrar um þátttökufjárhagsáætlunargerð í New York. Til að fjalla um þátttökulýðræði koma hingað á vegum Öldu tvær konur frá New York borg sem hafa reynslu af því. Þær heita Melissa Mark-Viverito, borgarfulltrúi í NYC, og Donata Secondo frá The Particapatory Budgeting Project.…

Lesa meira