Alda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um fjölgun frídaga. Umsögn Öldu var jákvæð, enda er markmiðið að veita vinnandi fólki aukið tækifæri til að njóta frístunda. Umsögn Öldu er svohljóðandi: Alda tekur undir meginmarkmið þessa frumvarps, um að fjölga frídögum vinnandi fólks, enda er fjöldi vinnustunda á Íslandi mikill og vinnuálag mikið.…
Lesa meiraAðalfundur Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, samþykkti ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að hefja ekki sölu á hlut ríkisins í Landsbanka og Íslandsbanka fyrr en að loknu vönduðu lýðræðislegu ferli þar sem almenningi verði gefið tækifæri til að ákveða framtíðarskipan bankakerfisins. Mælir félagið með að stjórnvöld hefji samráðsferli slembivalins borgaraþings, skoðanakannana og…
Lesa meiraÍ janúar 2019 var haldið málþing á vegum Öldu um skemmri vinnuviku, kosti hennar og fýsileika á Íslandi. Málþingið var haldið í ráðstefnumiðstöðinni Hörpu í Reykjavík, og var vel sótt af almenningi. Tilgangur málþingsins var að dýpka og efla umræðu um skemmri vinnuviku. Alda stóð að málþinginu og skipulagði það, og var málþingið styrkt af…
Lesa meiraNýverið var tilkynnt um stofnun Framtíðarnefndar á vegum Alþingis. Nefndin á að fjalla um helstu tækifæri og ógnanir sem geta orðið í kjölfar þróunar nýrrar tækni sem og vegna hlýnunar jarðar, en einnig hvernig megi bregðast við þessum ógnum og tækifærum. Alda sendi nefndinni erindi þar sem lögð er áhersla á að efla lýðræðið, nýta…
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir. Umsögn Öldu er jákvæð, enda bendir margt til þess að stytting vinnuvikunnar geti gagnast vinnandi fólki og fjölskyldum þeirra til að ná betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs, auk þess sem stytting vinnuvikunnar geti haft jákvæð áhrif á menntun barna,…
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn um frumvarp um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis. Markmiðið með frumvarpinu er að gera þeim ríkisborgum Íslands sem búa langdvölum erlendis að kjósa til Alþingis — verði frumvarpið að lögum muni þeir eingöngu þurfa að skrá sig á kjörskrá einu sinni, til að geta kosið, en þurfi ekki…
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um breytingu á lögum um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblaðið. Markmið frumvarpsins er að gera útgáfu ríkisins á þessum ritum aðgengilegri almenningi, enda er um að ræða rit þar sem ríkið og fyrirtæki tilkynna um athafnir sínar. Umsögn Öldu má finna hér að neðan, og upprunalegt skjal sem…
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um lagafrumvarp, sem miðar að því að lækka aldur þeirra sem hafa kosningarétt til sveitastjórna í 16 ár. Alda lýsir sig samþykka frumvarpinu, enda er markmiðið að gefa fleirum möguleika á að taka þátt í lýðræðinu, og þannig hafa áhrif á samfélagið sitt. Umsögn Öldu má finna hér…
Lesa meiraAlda sendi í dag til Alþingis umsögn um lagafrumvarp, sem, ef samþykkt, gerir það að verkum að sýslumenn geti lengur ekki sett lögbann á fréttaflutning fjölmiðla, heldur verði allar beiðnir um slík lögbönn að fara fyrir dómstóla. Í dag er það þannig að sýslumenn geta sett lögbann á fjölmiðla, án aðkomu dómstóla. Frumvarpið er lagt…
Lesa meiraStjórn Öldu – Félags um sjálfbærni og lýðræði fordæmir lögbann Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media um málefni Bjarna Benediktssonar og þrotabús Glitnis. Þær upplýsingar sem hér er um ræðir eiga fullt erindi við almenning, enda fjalla þær um viðskipti stjórnmálamanna í æðstu valdastöðum landsins. Á Íslandi hefur viðskiptum og stjórnmálum oft…
Lesa meira