Alda sendi í dag til Alþingis umsögn um lagafrumvarp, sem, ef samþykkt, gerir það að verkum að sýslumenn geti lengur ekki sett lögbann á fréttaflutning fjölmiðla, heldur verði allar beiðnir um slík lögbönn að fara fyrir dómstóla. Í dag er það þannig að sýslumenn geta sett lögbann á fjölmiðla, án aðkomu dómstóla. Frumvarpið er lagt…
Lesa meiraStjórn Öldu – Félags um sjálfbærni og lýðræði fordæmir lögbann Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media um málefni Bjarna Benediktssonar og þrotabús Glitnis. Þær upplýsingar sem hér er um ræðir eiga fullt erindi við almenning, enda fjalla þær um viðskipti stjórnmálamanna í æðstu valdastöðum landsins. Á Íslandi hefur viðskiptum og stjórnmálum oft…
Lesa meiraÖldu barst nýlega beiðni frá Alþingi um að veita umsögn um frumvarp um Þjóðhagsstofnun. Markmið frumvarpsins er að stofnun sé sett á laggirnar sem fylgist með gangi hagkerfis landsins, vinni að hagrannsóknum og veiti almenna ráðgjöf á þessum sviðum til Alþingis og ráðuneyta. Frumvarpið má finna hér. *** Umsögn Öldu: Alda telur afar mikilvægt að…
Lesa meiraStjórn Lýðræðisfélagsins Öldu telur stjórnmálamenn hafi ekki tekið alvarlega vantraustið sem skapaðist milli þeirra og kjósenda í kjölfar hrunsins. Alda telur rétt að stjórnmálamenn sem uppvísir voru að því að eiga reikninga í skattaskjóli víki. Endurskoða þarf upplýsingalög, fyrirkomulag opinberra rannsókna, og lög um skattaundanskot. Tryggja þarf aðkomu almennings að þessum verkefnum.
Lesa meiraAlda veitti aðstoð og ráðgjöf við að skrifa þingsályktunartillögu um skilyrðislausa grunnframfærslu sem lögð var fram af Pírötum í vikunni. Þingsályktunina má finna hér: http://www.althingi.is/altext/144/s/0204.html
Lesa meiraAð gefnu tilefni vill Alda koma því á framfæri að mannréttindi eru grunnforsenda lýðræðis og enginn minnihlutahópur á að þurfa að búa við ofríki meirihlutans. Þar á meðal er trúfrelsi. Því kemur ekki til greina að haldin sé kosning eða höfð afskipti af því hvort reist sé tiltekið bænahús eða ekki. Almenn lög og reglur…
Lesa meiraHætt skal við fyrirhugaðan niðurskurð og fjöldauppsagnir dregnar til baka. Tryggja þarf sjálfstæði Ríkisútvarpsins og jafnframt skapa sátt og traust innan stofnunar sem utan. Lýðræðisvæða skal stofnunina, eitt atkvæði á starfsmann, til að draga úr miðstýringu og áhrifum stjórnmálamanna. Allar stærri breytingar á rekstri og lögum um Ríkisútvarpið skulu aðeins gerðar með aðkomu almennings, s.s.…
Lesa meiraAlda kallar eftir því að sveitarfélög tryggi grasrótar- og félagasamtökum húsnæði. Félagið hefur sent sveitarfélögum landsins eftirfarandi bréf. Sem stendur hefur Alda ekki aðgengi að húsnæði til fundarhalda og annarra verka. Eitt af því sem einkennir öflugt samfélag er virkni íbúa þess. Það má mæla og sjá svo sem í því hversu mörg félagasamtök eru…
Lesa meiraSjálfbærni og umhverfismál Alda hefur unnið stefnu fyrir stjórnmálaflokka hvað varðar sjálfbærni og umhverfismál. Sem stendur framleiðum og neytum við jarðarbúar meira en jörðin getur staðið undir. Líkur standa til þess að um miðja öldina þurfi um þrjár jarðir til þess að standa undir neyslusamfélaginu. Þá stendur vistkerfum og dýrategendum veruleg ógn af þeim loftslagsbreytingum…
Lesa meiraÍ Október 2008 fóru þrír stærstu bankar landsins í greiðsluþrot og voru teknir yfir af ríkinu tímabundið. Næstu mánuði á eftir fóru fleiri bankastofnanir sömu leið. Í kjölfarið fór fram rannsókn á bankakerfinu og ýmsum stofnunum. Einnig hófst mikil umræða um hlutverk banka, um lýðræði, ójöfnuð og hlutverk ríkisins. Nú, rúmum fjórum árum síðar, hefur…
Lesa meira