Þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO

Utanríkismálanefnd Alþingis óskaði umsagnar félagsins vegna tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Alda sendi eftirfarandi umsögn. Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði fagnar tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga að vera sjálfsagður og eðlilegur hlutur í lýðræðislegu samfélagi. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu er mál þar…

Lesa meira

Ályktun um ný sveitarstjórnarlög

Alda óskar almenningi á Íslandi til hamingju með hænuskref í átt að alvöru lýðræði sem felst í rétti til þess að boða til borgarafunda og atkvæðagreiðslna í sveitarfélögum um einstök mál. Þann 1. janúar síðastliðinn tóku gildi ný sveitarstjórnarlög hvar almenningi er veittar eftirfarandi heimildir: 10% íbúa sveitarfélags mega kalla saman borgarafund í sveitarfélaginu um…

Lesa meira

Umsögn vegna skýrslu Stjórnlagaráðs um tillögur að breytingum á Stjórnarskrá Íslands

Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, sendi nú fyrr í kvöld þingnefnd Alþingis eftirfarandi umsögn en umsagnarfrestur um tillögurnar var til og með 30. nóvember 2011. 1. Alda telur að það breytingarferli sem ákvarðað var upphaflega með lögum um Stjórnlagaþing og síðar Stjórnlagaráð hafi hvorki verið nægilega vel afmarkað né umfangsmikið fyrir það verkefni að…

Lesa meira

Samskipti félagsins við Allsherjarnefnd.

Lýðræðisfélagið Alda sendi allsherjarnefnd Alþingis nýlega erindi varðandi mál sem nefndin hafði til umfjöllunar. Engin viðbrögð bárust frá nefndinni og málið var afgreitt á Alþingi. Félagið spurðist þá fyrir um afgreiðslu erindisins og fékk þá þau svör að “þingnefndir svara ekki erindum sem þeim berast.” Þótti félaginu það ótrúlegt að engin leið væri fyrir almenning…

Lesa meira

Stefna: Lýðræðisvæðum stjórnmálin

Lýðræði, alvöru lýðræði Flokka-fulltrúalýðræðið er í kreppu af ýmsum sökum, m.a. vegna þess hversu vald virðist þjappast innan kerfisins og innan flokkanna og þeirra stofnana sem þeir tengjast. Stjórnmálakerfið í heild býður upp á spillingu með því að vald getur safnast saman á fárra hendur, fáir koma að ákvarðantökunni og upplýsingagjöf er ekki opin að…

Lesa meira