Aðalfundur Lýðræðisfélagsins Öldu 2017

Boðað er til aðalfundar Öldu, félags um Sjálfbærni og lýðræðis, laugardaginn 7. október kl. 14.00 í húsnæði Múlti-Kúltí að Barónsstíg 3. Dagskrá fundarins er eftirfarandi. 1. Kosning fundarstjóra 2. Skýrsla stjórnar 3. Framlagning reikninga 4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga 5. Lagabreytingar 6. Kosning kjörnefndar 7. Kosning stjórnar 8. Önnur mál Að loknum aðalfundi…

Lesa meira

Bréf til félaga

Kæri félagi.   Eftir ládeyðu í nokkur ár er Lýðræðisfélagið Alda er vaknað úr dvala. Haldinn var aðalfundur í janúar, þremur mánuðum eftir að hann hefði átt að eiga sér stað. Þar var samþykkt bráðabirgðaákvæði þar sem slembival við kjör stjórnar var fellt niður þennan aðalfund. Það var gert til þess að enginn yrði kallaður…

Lesa meira

Alda á Rótæka Sumarháskólanum

Á morgun. Þann 14. ágúst hefst hin árlegi Róttæki sumarháskóli. Efni skólans er af fjölbreyttum toga í ár og er Alda með í þetta sinn og heldur erindi undir heitinu Áskoranir og tækifæri lýðræðis á 21.öld. Hvert stefnum við?  Erindið fer fram í húsnæði Múlti-Kúltí, Barónsstíg 3, sunnudaginn 20.ágúst kl. 15.30. Í lýsingu erindisins segir: Á nýliðnu…

Lesa meira

Stjórnarfundur 21. júní 2017

Mættir: Björn Reynir Halldórsson, Guðmundur Daði Haraldsson*, Kristinn Ársælsson* Fundur settur kl. 20:15 þann 21. júní 2017 Fjáröflun : Guðmundur: Heyrði í Pírötum, sem vilja stofna lýðræðis „Think-Tank“. Ætlar að heyra hverjar hugmyndir þeirra eru en einnig hvaðan Alda fær styrki. Píratar annars almennt jákvæðir. Guðmundur ræðir við enn frekar varðandi ábendingar um sjóði. Rætt…

Lesa meira

Umsögn Öldu um frumvarp til laga um Þjóðhagsstofnun

Öldu barst nýlega beiðni frá Alþingi um að veita umsögn um frumvarp um Þjóðhagsstofnun. Markmið frumvarpsins er að stofnun sé sett á laggirnar sem fylgist með gangi hagkerfis landsins, vinni að hagrannsóknum og veiti almenna ráðgjöf á þessum sviðum til Alþingis og ráðuneyta. Frumvarpið má finna hér. *** Umsögn Öldu: Alda telur afar mikilvægt að…

Lesa meira

Fundur 15. febrúar

Fyrsti stjórnarfundur nýkjörinnar stjórnar verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl 21.00 í Friðarhúsinu á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. Á dagskránni verður: 1) Húsnæðismál 2) Málefnahópar og almenn starfsemi félagsins 3) Samstarf við Occupy Europe hreyfinguna. 4) Önnur mál. Allir velkomnir! 

Lesa meira