Lýðræðisfélagið Alda sendi allsherjarnefnd Alþingis nýlega erindi varðandi mál sem nefndin hafði til umfjöllunar. Engin viðbrögð bárust frá nefndinni og málið var afgreitt á Alþingi. Félagið spurðist þá fyrir um afgreiðslu erindisins og fékk þá þau svör að “þingnefndir svara ekki erindum sem þeim berast.” Þótti félaginu það ótrúlegt að engin leið væri fyrir almenning…
Lesa meiraMeginhugsjónir Lýðræðisfélagsins Öldu eru tvær: lýðræði og sjálfbærni. Markmið Lýðræðisfélagsins Öldu er að lýðræðið nái til allra sviða þjóðfélagsins. Þar er svið efnahagslífsins engin undantekning. Raunar sýna fordæmin að það er ekki síst á því sviði sem lýðræðisumbóta er þörf.
Lesa meiraLýðræði, alvöru lýðræði Flokka-fulltrúalýðræðið er í kreppu af ýmsum sökum, m.a. vegna þess hversu vald virðist þjappast innan kerfisins og innan flokkanna og þeirra stofnana sem þeir tengjast. Stjórnmálakerfið í heild býður upp á spillingu með því að vald getur safnast saman á fárra hendur, fáir koma að ákvarðantökunni og upplýsingagjöf er ekki opin að…
Lesa meiraÁ stjórnarfundi í Öldunni þann 19. apríl s.l. voru kynnt drög málefnahópa að stefnu félagsins í lýðræðismálum. Drögin sem voru kynnt voru samþykkt á fundinum og eru því hluti af formlegri stefnu félagsins á þeim sviðum. Einnig var rætt um málfund um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna sem félagið heldur 30. apríl n.k og fleira skemmtilegt.
Lesa meiraFundur málefnahóps um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna sem var þann 14. apríl síðastliðinn.
Lesa meiraHaldinn verður stjórnarfundur í kvöld þar sem m.a. verður rætt um stefnu félagsins um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna. Allir velkomnir! Fundurinn verður í Hugmyndahúsinu kl. 20:30.
Lesa meiraLokadrög að stefnu félagsins um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna sem tekin verða til umræðu á næsta stjórnarfundi sem áætlaður er 19. apríl næstkomandi.
Lesa meiraFundur var haldinn í málefnahópi um lýðræðislegt hagkerfi í kvöld þar sem rætt var um drög að stefnu.
Lesa meiraFundur verður í málefnahópi um lýðræðislegt hagkerfi mánudaginn 11. apríl kl. 20:30 í Hugmyndahúsinu. Rætt verður um meðfylgjandi drög að stefnu, þar sem segir m.a.: Eðli málsins samkvæmt munu lýðræðislega rekin fyrirtæki miða að öðru en sem mestum skammtímahagnaði. Þau munu miða að sjálfbærum rekstri, atvinnuöryggi, launajöfnuði og góðum félagslegum aðbúnaði starfsmanna.
Lesa meiraLýðræðisfélagið hefur sent inn eftirfarandi tillögur til stjórnlagaráðs. Hverri tillögu fylgir greinargerð og fordæmi ef finnst. Tillögurnar eru tólf talsins og snúa að ákvæðum um forseta, kosningakerfi, dómendur, borgaraþing, fyrirtæki, stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur, opið lýðræði ofl.
Lesa meira