Alvöru lýðræði

Í Porto Alegre í Brasilíu býr um ein og hálf milljón manns. Á hverju ári ákveða íbúarnir sjálfir í hvað peningar borgarinnar fara. Þátttökufjárhagsáætlunarferlið hefst þannig að áætlun síðasta árs er send út til hverfaráða sem halda opna fundi, ræða árangur síðasta árs og leggja drög að nýrri áætlun. Allir geta tekið þátt í að…

Lesa meira

Fundargerð – Lýðræðislegt hagkerfi 22. sept.

Fundur í málefnahópi um lýðræðislegt hagkerfi, 22. sept. 2011 kl. 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni Brautarholti 4. Mætt voru Guðmundur D. Haraldsson, Guðni Karl Harðarson, Júlíus Valdimarsson, Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Guðmundur Ágúst Sæmundsson, Bjarki Hilmarsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Sólveig Alda Halldórsdóttir (sem stýrði fundi) og Björn Þorsteinsson (sem ritaði fundargerð). 1. Stytting vinnutíma. Guðmundur D. reifaði hugmyndir sínar…

Lesa meira

Björgun sjávarútvegsins

Lýðræðisfélaginu hefur verið boðið að taka þátt í kaffispjalli um sjávarútveginn sem Húmanistaflokkurinn stendur fyrir. Þau Sólveig Alda Halldórsdóttir og Björn Þorsteinsson munu halda stutt erindi um lýðræðisvæðingu atvinnulífsins. Aðrir frummmælendur eru Finnbogi Vikar, ráðgjafi í sjávarútvegi og Júlíus Valdimarsson, ráðgjafi um vinnumál. Umfjöllunin byggist á stuttu innleggi frummælenda og þáttöku fundarmanna í umræðum. Fundurinn…

Lesa meira

Fundur 22. sept – Lýðræðislegt hagkerfi.

Loksins loksins fara málefnahóparnir af stað. Nú er fundur næstkomandi fimmtudagskvöld, 22. sept., í hópnum um Lýðræðislegt hagkerfi. Fundarstaður er Grasrótarmiðstöðin að Brautarholti 4 og fundurinn hefst klukkan 20.30. Dagskráin er á þessa leið: 1. Stytting vinnutíma – Guðmundur D. Haraldsson 2. Lýðræðisleg fyrirtæki – næstu skref 3. Hvað með lífeyrissjóði? 4. Önnur mál. Hlökkum…

Lesa meira

Húsnæði fyrir grasrót.

Við höfum, ásamt fjölmörgum grasrótarhópum, tekið húsnæði að Brautarholti 4 til leigu. Húsið gengur nú undir nafninu Grasrótarmiðstöðin. Alda fagnar því að vera komin með samastað en hvetur félagsmenn til að mæta og leggja hönd á plóg við að koma húsinu í stand. 🙂 Alda hefur sent eftirfarandi hvatningu til ráðherra, forseta Alþingis, þingmanna og…

Lesa meira

Beint lýðræði er málið.

Það hefur verið mikið að gera hjá félaginu upp á síðkastið. Félaginu var boðið að halda erindi um tillögur stjórnlagaráðs þann 12. sept. s.l. á borgarafundi sem Hreyfingin stóð fyrir. Kristinn Már Ársælsson mætti þangað fyrir hönd félagsins. Íris Ellenberger, stjórnarkona í Öldu, hélt svo erindi á ráðstefnu um beint lýðræði sem Innanríkisráðuneytið bauð til.…

Lesa meira

Ráðstefna um beint lýðræði 14. sept. n.k.

Innanríkisráðuneytið efnir til ráðstefnu um eflingu lýðræðis hjá ríki og sveitarfélögum. Ráðstefnan er haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 14. sept. n.k. Ráðstefnan samanstendur af fyrirlestrum fyrri hluta dags og af umræðum seinni hluta dags. Íris Ellenberger, stjórnarmaður í Öldu, flytur erindi um beint lýðræði fyrir hönd Lýðræðisfélagsins. Við hvetjum alla félagsmenn og áhugamenn um aukið…

Lesa meira