Fundir í málefnahópum

Stofnaðir hafa verið fjórir málefnahópar í félaginu sem allir halda sínu fyrstu fundi í næstu viku. Hópurinn um lýðræðislegt hagkerfi ríður á vaðið mánudaginn 6. desember kl. 20:30 í Hugmyndahúsinu. Fundirnir eru öllum opnir og félagsmenn hvattir til að taka þátt.

Lesa meira

Stjórnarfundur

Fyrsti stjórnarfundur félagsins verður miðvikudag 1. desember kl. 20:30 í Hugmyndahúsinu. Allir stjórnarfundir félagsins eru opnir –  allir félagar velkomnir (skrá sig í félagið). Rætt verður m.a. um stofnun málefnahópa, vefsvæðið og stjórnlagaþingið.

Lesa meira

Alda í útvarpinu

Lýðræðisfélagið Alda hefur fengið nokkra umfjöllun að undanförnu og má hlusta á nokkur útvarpsviðtöl hér að neðan. [soundcloud width=“100%“ height=“81″ params=“secret_url=false“ url=“http://api.soundcloud.com/tracks/7363595″] Kristinn Már Ársælsson á Rás 1 22. nóv 2010 by Lýðræðisfélagið Alda [soundcloud width=“100%“ height=“81″ params=“secret_url=false“ url=“http://api.soundcloud.com/tracks/7367318″] Alda í Víðsjá 19. nóv 2010 by Lýðræðisfélagið Alda [soundcloud width=“100%“ height=“81″ params=“secret_url=false“ url=“http://api.soundcloud.com/tracks/7367489″] Sigríður Guðmarsdóttir…

Lesa meira

Stofnfundurinn

Stofnfundur Lýðræðisfélagsins Öldu fór fram í Hugmyndahúsinu þann 20. nóvember kl. 16. Fundurinn var vel sóttur og góður andi á fundinum. Björn Þorsteinsson stýrði fundinum og hóf hann með því að lýsa stuttlega aðdraganda hans og lesa upp grunnstefnumið félagsins. Að því loknu ræddi Kristinn Már Ársælsson um félagið og raunhæfar hugmyndir. Ræddi hann mikilvægi…

Lesa meira

ALDA

Lýðræðisfélagið Alda verður formlega stofnað laugardaginn 20. nóvember 2010 í Hugmyndahúsinu Grandagarði 2. og hefst kl. 16.00. Félagið hefur það að markmiði að ræða og kynna raunhæfar hugmyndir að breytingum á samfélagsgerðinni sem varða aukið lýðræði og sjálfbærni. Á stofnfundinum mun Kristinn Már Ársælsson kynna nokkrar hugmyndir að raunhæfum möguleikum á því að auka lýðræði…

Lesa meira