Stjórn Öldu – Félags um sjálfbærni og lýðræði fordæmir lögbann Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media um málefni Bjarna Benediktssonar og þrotabús Glitnis. Þær upplýsingar sem hér er um ræðir eiga fullt erindi við almenning, enda fjalla þær um viðskipti stjórnmálamanna í æðstu valdastöðum landsins. Á Íslandi hefur viðskiptum og stjórnmálum oft…
Lesa meiraStjórn Lýðræðisfélagsins Öldu telur stjórnmálamenn hafi ekki tekið alvarlega vantraustið sem skapaðist milli þeirra og kjósenda í kjölfar hrunsins. Alda telur rétt að stjórnmálamenn sem uppvísir voru að því að eiga reikninga í skattaskjóli víki. Endurskoða þarf upplýsingalög, fyrirkomulag opinberra rannsókna, og lög um skattaundanskot. Tryggja þarf aðkomu almennings að þessum verkefnum.
Lesa meiraAð gefnu tilefni vill Alda koma því á framfæri að mannréttindi eru grunnforsenda lýðræðis og enginn minnihlutahópur á að þurfa að búa við ofríki meirihlutans. Þar á meðal er trúfrelsi. Því kemur ekki til greina að haldin sé kosning eða höfð afskipti af því hvort reist sé tiltekið bænahús eða ekki. Almenn lög og reglur…
Lesa meiraHaldinn var fundur um umbætur í lýðræðismálum í Garði að frumkvæði N og Z lista til sveitarstjórnar miðvikudaginn 28. maí síðastliðinn. Kristinn Már, stjórnarmaður í Öldu, hélt framsöguerindi þar sem hann fór yfir hvernig megi mæla gæði og virkni lýðræðis sem og kosti og galla ólíkra útfærslna á lýðræði. Meðal þess sem kynnt var má…
Lesa meiraHjalti Hrafn Hafþórsson félagi í Öldu flutti erindi í tilefni dagsins á 1. maí um samvinnufélög og lýðræðisleg fyrirtæki. Vel þess virði að hlusta á. En annars er textinn hér: Hugleiðing um nútíma verkalýðsbaráttu Til hamingju með 1. maí verkafólk um allan heim! Síðan iðnbyltingin hófst hefur verkafólk unnið marga sigra og með þrautseigju og…
Lesa meiraFundur haldinn 30. október 2013 að Barónstíg 3. Mættir: Kristinn Már, Hulda Björg, Björn Leví og Kjartan. Dagskrá. 1. Rafnræn þjóðaratkvæðagreiðsla Björn Leví kynnti stöðuna á verkefni sem hann og aðrir eiga frumkvæði að og miðar að því að sýna fram á að gerlegt og ódýrt sé að halda rafrænar atkvæðagreiðslur. Þegar hefur verið settur…
Lesa meiraFundur um alvöru lýðræði verður miðvikudaginn 30. október kl. 20 að Barónstíg 3 (Múltíkúltí). Á fundinum verða línur lagðar fyrir starfið í vetur. Þá verður umræða um nýtt verkefni er tengist þjóðaratkvæðagreiðslum og óskað er aðkomu Öldu. Mikið verk er enn fyrir höndum í því að auka þátttöku almennings í opinberri ákvarðanatöku og dýpka lýðræðið.…
Lesa meiraStjórnarfundur í Öldu, haldinn 1. maí 2013 kl. 11 í Grasrótarmiðstöðunni við Brautarholt. Mætt voru Júlíus, Elín, Helga María, Ásta, Sólveig Alda, Birgir Smári, Arnold, Bjartur, Björn (sem ritaði fundargerð), Kristinn Már og Guðmundur D. Efni fundarins var almennt spjall um starf félagsins og ástand mála vítt og breitt. Mikil umræða spannst um nýafstaðnar kosningar…
Lesa meiraBoðað er til fundar um málefni hælisleitenda miðvikudaginn 13. mars kl 20:00 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Fundurinn er öllum opinn og allir eru hvattir til að mæta og segja sína skoðun. There will be a meeting on the issues of refugees on Wednesday 13. March at 20:00 in the Grassroots centre in Brautarholt 4.…
Lesa meiraÁlyktun samþykkt af Öldu 24/02/2013 Alda kallar eftir endurbótum á málefnum flóttafólks og hælisleitenda Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, hefur eftir mikla heimildavinnu, samráð og samræðu um málefni flóttafólks og hælisleitenda ályktað að þörf sé á tafarlausum endurbótum á regluverki og vinnuferlum sem að þeim lúta. Samkvæmt 14. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna eiga…
Lesa meira