Bréf: Fjórða iðnbyltingin, loftslagsbreytingar og vinnutími

Í framhaldi af fyrra bréfi til ráðuneyta sem sent var 2021, sendi Alda annað bréf til ráðuneyta um svipað efni. Aftur er hvatt til að koma á fót skipulögðu samstarfi til að takast á við loftslagsbreytingar og fjórðu iðnbyltinguna. PDF útgáfa bréfsins. *** Alda vísar til fyrra bréfs félagsins til ráðuneytisins, dagsett 26. mars 2021,…

Lesa meira

Upptökur frá ráðstefnu um styttri vinnuviku

Stytting vinnuvikunnar er nú komin á dagskrá stéttarfélaga og annarra félagasamtaka um víða veröld og er nú mikið rædd í fjölmiðlum, í stjórnmálahreyfingum og hjá hugveitum um allan heim. Stytting vinnuvikunnar er þó ekki aðeins mál sem varðar lífsgæði, jafnvægi vinnu og einkalífs, og að deila vinnunni á fleiri hendur, heldur einnig nokkuð sem varðar…

Lesa meira

Loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðing og styttri vinnuvika: Tökum næstu skref

Alda vill vekja athygli á fjórum málefnum sem eru mikilvæg fyrir framtíð íslensks samfélags á næstu árum: Sjálfvirknivæðingu, loftslagsbreytingum, hækkandi lífaldri þjóðarinnar og styttri vinnuviku. Mikilvægt er að móta heildstæða stefnu til framtíðar sem samþættir þessa málaflokka til að stemma stigu við þróun sem þegar er orðin og er líkleg til að ágerast á næstu árum.…

Lesa meira

Tilraunaverkefni um styttri vinnuviku: Skýrsla Öldu og Autonomy

Alda og breska hugveitan Autonomy hafa nú gefið út fyrstu greinargóðu skýrsluna á ensku um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar sem voru rekin á Íslandi á árunum 2015 til 2019. Um er að ræða tilraunaverkefni hjá bæði Reykjavíkurborg og ríkinu. Skýrslan kemur út í dag. Niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Um 2.500 tóku þátt í tilraunaverkefnunum –…

Lesa meira

Umsögn Öldu um frumvarp um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka

Alda sendi í dag til Alþingis umsögn um frumvarp um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Umsögnin tekur til frumvarpsins sjálfs, laganna sjálfra sem og verklags við fyrri breytingar á lögunum. Umsögnina má finna hér og frumvarpið hér. Í stuttu máli fjallar frumvarpið um skyldur stjórnmálaflokka til upplýsingagjafar, vilji þeir þiggja styrki frá rikinu til…

Lesa meira